Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1919, Side 14

Sameiningin - 01.10.1919, Side 14
234 um vér lýsingar á andaheiminum og þær eiga að taka af öll tvímæli — lýsingar á samastað, sem allir vilja komast til. par verður öllum hinum virðulegri hvötum vorrar jarðnesku tilveru fullnægt. Vér fáum að njóta áfram ýmiskonar smá- vegis munaðar og lífsþæginda, án vaísturs eða kostnaðar. Vé mætum aftur vinum vorum, auðvitað, og allir verðum vér laglegri ásýndum og nálægt þrítugu. Vér verðum allir svo undur glaðir og ánægðir. — Á eg að taka þessu og öðru eins sem sönnunum nýrrar ‘opinberunar frá andaheimi’? “Hver eru svo þessi ‘nýju trúarbrögð’? Hvaða erindi flytur andatrúin ? Eða er hún ánægð með heiminn, eins og hann er? Lítum á síðustu árin fimm. Hefir andatrúin g-jört nokkuð — er hún að gjöra nokkuð — til þess að hefja menn upp úr dýrseðlinu, hræsninni, græðginni ? Hefir hún gjört nokkuð—er hún að gjöra nokkuð—til þess að hnekkja þeirri hræðilegu spilling, sem nú býr sig til, eins og órækt- ar-jurt, að sá eitri um alla jörðina? Um fimm ára skeið hafa bæði blöð og kirkjur stælt upp í mönnum grimdina og blóðþorstann. pað skaplyndi drekka börnin í sig með móðurmjólkinni. Nýju dygðirnar eru: hefnd og hatur. Með hlátrasköllum gjöra menn háð að Kristi sjálfum á þing- um vorum. Hvað hefir nú andatrúin gjört — hvað er hún að gjöra — til þess að hjálpa mannkyninu til vits og mann- dóms aftur og bjarga sál þess frá visnun undir eiturblæstri grimdar og ofsahaturs?” petta er mergurinn málsins í athugasemdum Jeromes, eftir því sem “Digest” skýrir frá. Segja má sjálfsagt með réttu, að maðurinn sé helzt til bölsýnn um ástandið andlega þar á Englandi. Að minsta kosti tekur hann heldur djúpt í árinni, þar sem hann segir, að blöðin og kirkjan æsi grimd- arhuginn upp í fólkinu. Má vera satt um sum blöð og sum- ar kirkju. En hitt er þó satt, að ýms merk blöð, tildæmis Manchester Guardian og — ef eg man rétt — Lundúna- blaðið Nation, mæltu sterklega á móti hefndum (reprisals), þegar um þær var talað út af grimdarverkum pjóðverja. Sama gjörðu ýmsir æðstu embættismenn þjóðkirkunnar og aðrir klerkar þar í landi. pessir blaðamenn og kirkjuleið- togar afbiðja hefndir nú, og vilja láta vægja til í ýmsum atriðum, sem of-hörð þykja í friðarskilmálunum. En hvað sem um það er, þá er ástandið auðvitað ömur- legt, eins og Jerome segir. Og öndungar, sem sýknt og heilagt láta ákúrur dynja á kirkjunni fyrir úreltan rétt- trúnað — margan skell fær sú hurð — og sinnuleysi hennar

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.