Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1919, Síða 11

Sameiningin - 01.10.1919, Síða 11
231 alkuima, sem hér megin grafar gengur undir því nafni, held- ur einhvers konar áfengis-móteitur, haft til lækningar sál- um drykkjurúta, þegar þeim gengur illa að gleyma pytlunni. Höfundinum' var, sem sagt, óefað vorkunn, þótt út í rynni fyrir honum; en hitt var merkilegra, að margir nafnkunnir og gáfaðir menn, bæði á Englandi og víðar, ginu við þessu eins og guðinnblásnu sannleiksorði. peir gjörðu stórt númer úr vísinda-frægð þeirri, sem höfundurinn hafði áður hlotið — eins og gömlum vísindamanni geti ekki orðið ilt í höfðinu. Annar nafnkunnur maður, sem í ófriðnum tók að leggja lag sitt við spiritistana, er skáldsagnahöfundurinn Sir Arthur Conan Doyle. Hann er frægur orðinn um allan heim af sögum sínum um hinn skarpa njósnara, Sherlock Holmes. Sir Arthur er orðinn svo heillaður af andatrúnni, að hann hefir gefið út bók um boðskap hennar. Bókin heitir: The New Revelation (Opinberunin nýja), og má marka af þeim titli, hve sterkan trúnað Sir Arthur leggur á véfréttir þess- ar. Lýsing hans á öðru lífi — eftir þessari “nýju opinber- un” — er á þessa leið. “Eilífðar-sælan á ekkert skylt við hörpur eða himneska söng-skara; en þar er heilmikið af háum vitsmuna-þroska, losuðum úr læðingi grófsku þeirrar og efnishyggju, sem er ófögnuður vorra daga. fbúar eilífðarlanda þræða þar braut örlaga sinna, að sínu leyti eins og vér gjörum hér. Andans menn halda áfram íhugunum sínum eða lista-æfingum, og sérhver gáfa ber þar full-þroskaðan ávöxt. peir, sem miður voru andlega sinnaðir hér í lífi, tefjast þar í nokkurs konar millibils-ástandi, þangað til þeir eru hæfir til að taka fyllri þroska.” Allir komast á endanum, segir Sir Arthur, í ástand það, sem vér vanalega köllum himnaríki. pó er leiðin þangað ekki öllum jafn-auðveld. Sumum, sem lítils voru metnir hér á jörðunni, gengur vel að komast alla leið; en aðrir, sem 1 þessu lífi voru álitnir meiri menn og betri, dragast þar aft- ur úr. petta segir hann að komi til af því, að hver sá, sem hér megin berjist góðri baráttu við ervið kjör, sé þar hafður í hærra áliti heldur en hinn, sem baðar í rósum og hafist ekki að. Svo mikið segist Sir Arthur hafa spurt úr dánarheim- um. En varla er þó hægt að telja þetta veigamikinn fróð- leik. pað er sama kenningin, sem skynsemsku-hneigðir • trúmenn hafa alt af haldið á lofti. Hver miðlungsmaður

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.