Sameiningin - 01.10.1919, Síða 23
243
fór, gekk hún að rúminu, tók fourtu blaðið, lagaði ábreiðuna og
brosti ástúðlega til sjúklingsins.
“pið megið ekki áminna hana fyrir neitt, sem hún hefir
gjört fyrir mig”, sagði Miss Bradbury með einbeittum róm,
þegar Jóhanna var farin. “Líttu á þessi inndælu blóm og leyfðu
mér að segja þér söguna af því, hvernig þau eru hingað komin.”
Dr. Meade hlustaði með athygli á frásögu hennar. “Og eg
hélt”, sagði hún, “að allur heimurinn væri kaldur og tilfinning-
arlaus, og að öllum stæði á sama um alt nema peningana sem
þeir gætu fengið fyrir verk sín. Eg var orðin þreytt á öllu, á
kuldanum og eigingirninni, og mig langaði ekkert til þess að
lifa. Mig langaði ekki til nokkurs hlutar; — en nú langar mig
tii þess að taka þessa stúlku að mér og hafa hana altaf hjá mér,
svo að hún geti hjálpað mér til þess að eignast heilbrigða og
sanna lífsskoðun. Nú veit eg að mér batnar og eg ætla að taka
hana með mér héðan.”
Læknirinn brosti að ákafa hennar og roðanum, sem kom-
inn var í vanga hennar. “Við verðum víst að láta hana Miss
Varney koma og mæla í þér hitann”, sagði foann gletnislega.
“Og svo skulum við athuga það, hvort það væri nú göfugt og
ósérplægið atferli af þér, að taka hana Jóhönnu frá æfistarf-
inu, sem hún hefir kosið sér, og hafa hana hjá þér og njóta
hennar ein. Heldur þú að þú sért sú eina, sem hefir hennar
þörf? Nú skal eg segja þér frá ýmsu, sem hún hefir gjört.”
Og hann sagði henni frá mörgu, sem Jóhanna hafði enga hug-
mynd um að læknirinn frægi foefði tekið eftir; og seinast sagði
hann henni frá því, þegar hann hafði komið að henni þar sem
hún stóð fyrir framan myndina af Kristi og veika barninu.
pegar hann hafði lokið sögu sinni, sagði Miss Bradbury
aivarlega; “Eg sé að eg er eigingjörn. pað er bezt að hún
verði kyr við köllunarverkið sitt; og eg ætla að fara að lifa að
nýju og vera glöð, af því að hún hefir sýnt mér fram á að lífið
er gott.”
Pegar Jóhanna var komin að dyrunum á herbergi yfir-
hjúkrunarkonunnar, kom hik á hana. En svo herti hún upp
hugann og ásetti sér að taka með stillingu hverju sem að hönd-
um bæri; en aldrei hafði hana langað heitar til þess að halda
áfram við hjúkrunarstörfin.
“pú átt að fara heim til þín bráðlega”, sagði Miss Flynn
styttilega.
Bráðlega! Og mánuðirnir þrír voru ekki liðnir enn. Hún
mintist þess, hve móður hennar hafði orðið hverft við daginn
áður, þegar hún kom heim, áður en hún gat gjört henni grein
fyrir erindi sínu. Og bróðir hennar hafði hvíslað að henni á
meðan hann var að hjálpa henni með kassann: “Eg varð hálf-
hræddur um að þú hefðir verið rekin af spítalanum”. petta
flaug henni alt í hug meðan Miss Flynn var að tala. Og svo
fanst henni alt í einu herbergið hringsnúast, og hún hneig