Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1919, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.10.1919, Blaðsíða 29
249 Hví vildi Jesús ekki tortíma þessu fólki? Hann kom til að frelsa, ekki til að eyðileggja. (10). Hvað lærum við af lexí- unni? a. Eini upphefðar-vegurinn í ríki Krists er, að gleyma allri upphefð, og þjóna Guði og mönnum í kærleik og lítillæti. b. Viljir þú þjóna Kristi, þá vertu góður við smælingjana. Hann hefir tekið þá að sér. c. Verum ekki ofstækisfullir eða ómild- ir í garð þeirra, sem iheyra öðrum trúflokkum til. pað er Guð, sem dæmir, en ekki vér. “Sem bezt haf gát á sjálfum þér.” d. Látum ekki deilur út úr auka-atriðum spilla friði kristninn- ar. e. “Gjaldið engum ilt fyrir ilt.” Verkefni: 1. Deilur Gyðinga og Samverja. 2. Messíasar- hugmynd Gyðinga. 3. Samverjar, saga þeirra og trúarbrögð. IX. LEXÍA — 30. NÓVEMBER. Jesús sýnir Pétri, hvað sönn stórmenska þýðir—Jóh. 13, 5—16. 36—38. Minnistexti: Mannsins sonur er tkki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna og til þess að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga — Matt. 20, 28. Umræðuefi: Göfgi þjónustunnar. Til hliðsjónar: Jóh. 13, 1—4; Matt. 20, 20—28; 26, 31—35; Mark. 14, 27—31; Lúk. 22, 7—34. — (1). Hvar og hvenær þvoði Jesús fætur lærisvein- anna? pað var í loftherbergi í Jerúsalem, á skírdagskvöld, fimtudags-kvöldið í páskavikunni, nokkrum klukkustundum áð- ur en hann var tekinn höndum. Jesús var kominn með postul- unum í loftsal þennan til þess að neyta með þeim páskalambs- ir.s. Við það tækifæri stofnaði hann annað sakramenti kirkj- unnar: heilaga kvöldmáltíð. (2). Hvernig stóð á fótaþvottin- um? Fótaþvottur var sjálfsögð gestrisni-skylda austur þar í þá daga. Menn gengu berfættir á ilskóm um vegi, sem ýmist voru for-blautir eða rykugir. pegar gengið var inn í hús, þá voru ilskórnir skildir eftir við dyrnar; síðan voru fætur gests- ins þvegnir, áður en hann settist til borðs. Verk það var talið mjög lítilmótlegt, og hafður til þess þræll eða ambátt vanalega. (3). Hví tók meistarinn sjálfur starf þetta að sér að þessu sinni? Til þess að kenna lærisveinunum sanna hógværð. Ef til vill hafa þeir einmitt verið að metast um starfann, og allir þózt of góðir. Nokkuð er það, að þeir tóku til á gömlu deilunni

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.