Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 31

Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 31
251 X. LEXÍA — 7. DESEMBER. Pétur og Jóhannes sofandi í Getsemane—Mark. 14, 32—42. Minnistexti: Vakið og biðjið, til þess að þér fallið ekki í freistni—Mark. 14, 38. Umræðuefni: Sofandi verðir. Til hliðsjónar: Mark. 14, 43—54; Matt. 26, 36—56; Lúk. 22, 39—54; Jóh. 18, 1—11. — (1). Hvar og hvenær kom þetta fyrir? í grasgarði, sem kall- aður var Getsemane, í vestur-hlið Olíufjallsins, austan við lækinn Kedron, sem er við austur-takmörk Jerúsalemsborgar. Nafnið þýðir olíupressa. pað var sjálfsagt nokkurs konar ald- ingarður, alskipaður olíu-trjám. Jesús fór þangað með lærisvein- um sínum nóttina eftir páskamáltíðina, sem frá var skýrt í síð- ustu lexíu. (2). Hverja af lærisveinunum tók Jesús með sér afsíðis? Pétur, Jakob og Jóhannes. (3). Hví þessa þrjá? peir voru sjálfsagt fyrir hinum postulunum að andlegum þroska, og handgengnastir Jesú. Sjá vii. lexíu. (4). Hvað olli þessari sálarangist frelsaras? Píslirnar fram undan, ó- efað, og synd og vonzku mannanna, sem á honum bitnaði. Að hann hafi tekið “að láta hugfallast” er ekki góð þýðing. (5). Hvernig reyndust svo postularnir þrír? peir sofnuðu, þegar meistari þeirra leið mest. (6). Hvað olli? a. Peir voru þreytt- ir. preytan dregur úr áhuga margra kristinna manna. Sé það réttmæt þreyta, sem þeir gátu ekki að gjört, þá er hún þeim til afsökunar. En oft er þreytan syndsamleg, sprottin af því, að við höfu'm farið illa með heilsu og krafta, eða hún er ímynd- uð og á rót sína að rekja til sérhlífni. Sjá Gal. 6, 9. b. peir þektu ekki Jesúm nógu vel, vissu ekki, eða hugsuðu ekki út í, hvað hann leið. Og þó hafði hann sagt þeim, hvað fyrir sér lægi. Vér þurfum að leggja oss eftir því, að kynnast Jesú sem bezt, annars sofnum vér líka, þegar verst gegnir. c. peir þektu ekki sjálfa sig. póttust allir geta staðið með honum, en sofnuðu, flúðu, afneituðu, þegar eldraunin kom. Vissu ekki, hvar þeir voru veikir fyrir. Eins fer oss oft. Vér ætlum að fórna svo svo miklu. pað sýnist svo létt, á meðan þú sér það alt saman tilsýndar. En þegar að því kemur, þá er annað uppi á teningnum. Lærðu að þekkja veiku hliðarnar á sjálfum þér —og að styrkja þær. d. peir voru ekki viðbúnir. Höfðu sjálf- sagt ékki áður vakað og beðið með nógri ástundun. Ef vér temjum oss samvizkusemi og leggjum stöðuga rækt í öllum smáatriðum hversdagslífsins við skyldur vorar gagnvart Guði og mönnum, þá stöndum vér oss betur, þegar á reynir. (7). Hvernig varð Jesús við þessum veikleika þeirra? Áminti þá með mildum orðum og gaf þeim ráð við hættunni. Verkefni: 1. Angistin í Getsemane. 2. Bæn Jesú þar. 3. Bænheyrslan.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.