Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 15
235
um lifandi velferðarmál þjóðanna, reiða þar að henni tví-
eggjað sverð, sem enn betur bítur á sjálfa þá. ]?ar hefir
Jerome rétt fyrir sér. Hafi einhver ný trúarhreyfing Guð
og sannleikann með sér, þá sýnir það sig fljótt í siðferðis-
krafti þeim og trúarlífi, sem hún býr yfir. Hún hefir þá
bæði vilja og mátt til að ráðast á spillingu samtíðarinnar
svo um muni, vekja samvizkur manna upp af svefni, knýja
menn til iðrunar og laða þá til innilegra samfélags við hinn
lifanda Guð. petta lífsmagn var í erindinu, sem Sál frá
Tarsus flutti. Sami mátturinn var í orðum þeirra Savo-
narola og Lúters, þegar þeir réðust á rangsleitni, siðspilling
og villu miðaldakirkjunnar. Sami eldurinn er í trúarljóð-
um Hallgríms Péturssonar — lífshiti fagnaðarerindisins.
Hann er ekki kulnaður út enn, og kulnar aldrei út, sé megin-
mál trúarinnar kristnu flutt og játað af heilum hug. Sé nú
sami lífseldurinn, eða annar hlýrri og bjartari, fólginn í
þessari “nýju opinberun” öndunga, takist þeim betur að
sannfæra heiminn um synd, og um réttlæti, og um dóm,
heldur en anda Krists og kirkjunni hefir tekist það verk,
þá er eitt víst: þeir hafa ekki tekið það ljós undan mæli-
kerunum enn sem komið er. G. G.
Starfsemi Búddatrúarmanna í Japan.
Grein um það efni birtist í október-blaði tímaritsins lút-
erska, The Foreign Missionary. Hún er fróðleg og íhugun-
arverð, ekki sízt fyrir Vestur-íslendinga, þar sem Japan
stendur eðlilega nær oss um þessar mundir, heldur en önn-
ur heiðin lönd. ]?að, sem hér fer á eftir, er útdráttur úr
efni ritgjörðar þeirrar.
Fæðingar-hreppur Búddatrúarinnar er Indland, svo
sem kunnugt er. þaðan breiddist hún út víðar um Asíu,
og komst til Japan frá Kína og Kóreu árið 552 e. Kr.Upphaf-
lega var Búddisminn “reformeruð” Bramatrú, en hann hefir
breyzt á ýmsan hátt og sundrast í flokka, með aldri og út-
breiðslu, þar til þær kvíslir, sem til Japan hafa náð, eru engu,
nær hinni upprunalegu Búddatrú, heldur en Múhameðstrúin
er Gyðingdóminum, sem hún er frá komin. Að gjöra grein
fyrir breytiþróun Búddismans yrði of langt mál hér. pess
skal þó getið, að Búddamenn skiftast í sex aðal-flokka í
Japan, og hefir sína kreddu hver þeirra. Skulu hér nefndir
flokkamir og lýst helztu einkunnum hvers um sig: