Sameiningin - 01.10.1919, Síða 12
232
Jiugsar sér annað líf eitthvað á sömu leið, þegar hann lætur
hyg'gjuvit og ímyndun ráða. par er engu undursamlegu
bætt við, í “opinberun” Sir Arthurs. Hann hefði óefað sett
saman sömu lýsinguna á öðru lífi, miðla-laust, ef til þess
hefði komið.
Sannanir þykist hann hafa fyrir því, að opinberanir
þessar sé áreiðanlegar. Nefnir þar til ýms undursamleg
fyrirbrigði, sem hann ýmist hafi séð og heyrt sjálfur, eða
fræðst um eftir sögusögn merkra manna. Hann segist til
dæmis hafa heyrt al-enska kvenmannsrödd, hreina og fagra,
koma upp úr hálsinum á miðli, sem var Ameríkumaður.
Röddin söng tvö vísuorð af sálminum : “Sun of my Soul”, og
“umventi” gjörspiltum drykkjurút, sem var viðstaddur, —
því hann þóttist þekkja þar rödd móður sinnar. Önnur
saga, sem Sir Arthur hefir eftir “ólygnum mönnum”, er á
þá leið, að miðill nokkur hafi á andatrúar-samkomu teldst á
loft og liðið úr einu herbergi í annað, sjötíu fet frá gólfi.
petta er hvorttveggja merkilegt, en þó hafa missýninga-
menn þráfaldlega gjört annað eins. pað er óefað ervitt fyr-
ir Ameríkumann að stæla rödd og málfæri enskrar konu, en
hermikrákur hafa þó án hjálpar frá andaheiminum leikið
margt, sem ekki var auðveldara. Sama má segja um fyr-
irbrigðið hitt, að trúðar hafa stundum látið svipaðar
“konstir” tii sín sjást á leiksviði.
Misjafnlega mælist “opinberun” þessi fyrir, eins og
vænta mátti. Sir Arthur má um þessar mundir standa af
sér all-snarpar ákúrur fyrir fylgi það, sem henn hefir léð
hreyfingunni. Vinum hans hefir fækkað all-mikið, segir
blaðamaður, sem nýlega hafði tal af honum um þessi mál.
En svo telur hann sjálfsagt mótmælin öll til inntekta stefnu
sinni; því að það er alsiða nú á dögum, að þegar andæft er
einhverri fjarstæðunni, þá svara formælendur öfganna æf-
inlega með píslarvættis-kveini, og líkja mótblæstrinum, sem
þeir verða fyrir, við píslir Krists — eins og það sé sannleik-
urinn einn, sem verður fyrir mótmælum, en lygin sé alla
jafna látin í friði. pessir sjálfkjörnu píslarvottar þegja
vanalega yfir því atriði, að með frelsaranum voru tveir iJl-
ræðismenn krossfestir, og þoldu refsing fyrir glæpaverk,
um leið og hann dó fyrir sannleik og réttlæti. pegar ein-
hver andastefna verður fyrir árásum, þá g e t u r auðvitað
óvináttan verið af sama toga spunnin eins og ofsóknirnar,
sem Kristur varð fyrir; en í sjálfu sér eru þó líkindin miklu