Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 3
Mánaðarrit til stuðnings kirlcju og kristindómi íslendinga. gefið út af liimb ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi XXXV árg. WINNÍPEG, FEBRÚAR 1920 Nr. 2 Fastan. Bnn á ný er liún gengin í garð, gesturinn gó'ði, gamli og alvörulþrungni, og liefir drepið á dyr lijá oss og bei'ðst inngöngu. Og dýrlega beiðist Mn inngöngu lijá oss Íslendingum, eins og Mn er búin að gera nú um langan ti'ma. Syngjandi liefir lrún drepið á dyr, eins og Mn ávalt gerir hjá oss. Og syngjandi vill hún fá að komast inn á heimilin og inn í hjörtun og ljúka upp munnum foreldra og barna, eldri og yngri, til söngs, honum til dýrðar, Drotni vorum Jesú Kristi, og fórninni hans til frelsunar oss mönnunum. Og syngjandi liefir liún viljað beygja höfuð vor all'ra til iðrunar út af syndum vorum og til bænar um náð fyrrr hann, senr hrópar til vor: “Fullkomnað lögmál fyrir þig er, fullkomnað gjald til lausnar þér, fullkomnað alt, hvað fyrir var spáð, fullkomna skaltu þiggja náð.” Með sálmum Hallgríms Péturssonar hefir fastan komið syngjandi till vor og kemur. Með þeim er sam- Iiringt hjá oss og vér kallaðir til föstubæna heima hjá oss í húsunum við hvern íslenzkan arin,'og eins í opinberu guðshúsunum, þar sem því verður við komið. Þeir eru lúðurhljómarnir sterku, sem vilja vekja oss af svefni andvaraleysisins. Þeir eru orgeltónamir þýðu, sem leiða vilja inn að náðarstólnum í hinu allra-helgasta. Þeir eru hörputónarnir mjúku, er smjúga inn í hjörtun með náðarylinn frá fórnaraltari (tuðslambsins sjálfs.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.