Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 8
38 segir, kvernig er þá með i*éttu móti hægt að gjöra guð- iast úr þeirri kenning, a ðsyndin hafi orðið til og orðið aímenn? Það er ekki gott að sjá, hvernig önnur kemi- ingin getur verið Guði isamhoðin, en hin ekki. Nema það sá þá minna guðlast að liugsa sér, að syndin hafi verið manninum meðsköpuð frá upphafi! Bkki er heldur gott að sjá, hvernig “dæmisagan,” sem Hillis nefnir svo, hefir verið hái-toguð- Kenni hún ekki uppliaflegt sakleyi mannsins, freisting, fall og arfgenga syndspilling, hvað kennir liún þá? Enga skýr- ing gefur hann á því máli. Þó er sá hængurinn ef til vill eftirtektarverðastur, að slíkar mótbárur fella fleira en rétttrúnaðinn, sé þær ann- ars nokkurs virði. Þær ráðast í raun og veru jafnt á alla guðstrú. Svo er um þetta “guðlast,” sem Hillis prestur þykist hafa fundið í kenningum kirkjunnar um erfðasyndina. Það vill nú svo óheppilega til, að alls konar sýking, líkamleg og andleg, gengur í erfðir, þar { meðal siðferðis-Spilling og slæmar tilhnegingar. Um það efni gefur raun vitni alstaðar, og vísindarannsóknir hafa styrkt þann vitnisburð mikillegáj. Er nú Guð reynslunnar verri en þessi spilti unglingur, sem Hillis talar um? Ekki breytir sá Guð erfðalögmálinu, þegar mn arfgengt böl er að ræða. Það er bersýnilegt. En hví er hún þá svo ljót, gamila kenningin, að þessi sami Guð hafi látið sama lögmálið óhindrað á dögum Adams? Sjálfsagt er guðfræði kirkjunnar ábótavant í mörg- nm greinum. Engin sanngjarn maður lieldur því fram, að fræði þau séu alfullkomin og óskeikul, og þurfi því hvergi nýrrar athugunar við. En í þau hefir verið lagt, öld fram af öld, s\ro mikið af heilagri alvöru, sann- leiksást og siðferðisáhuga, svo mikið af ósérhlífinni h.ugsun og djúpri lífsreynslu, að þeim verður ekki lirund- ið með fáeinum sleggjudómum. Kona nokkur var að lauga barn, segir sagan. Hún var hreinlát og mesti vinnuþjarkur, en ekki gætin ao sama skapi. Yarð því asin svo mikill, að hún skvetti barnunganum út með baðvatninu, þegar búið var. Svipað hefir stundum komið fvrir nýmælamennina,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.