Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 21
51
ekki til þess að fara -með alt til Guðs í Jesú nafni og biðja
hanni um fyrirgefning ? Og langar osb þá ekki til þess, að
verða betri börn hans? Og biðjum við hann þá ekki um
náð til þess, að svo megi verða?
Sannarlega vill nú Guð taka á móti oss og taka oss að
sér og fyrirgefa oss og svo hjálpa oss til1 þess að vera það,
sem við viljum heizt. petta sýnir fórn Jesú oss. Hjá
krossi frelsara vors sjáum við þó faðm föðursins í syni
hans breiddan út á móti oss til líknar, lausnar og lífs. Á
krossinum getum við þó lesið það letrað svo skýrt af Guði
sjálfum, hvað ant Guði er um það, að við séum börnin hans
og fáum lifað eins og börnin hans eilíflega, og vilji því alt
gera til þess að það megi verða.
En á hvern hátt eigum við svo að sýna, að við höfum
lært að meta Jesúm, meta fórnina hans, kærleika hans, —
að við trúum því, að hann hafi liðið og dáið fyrir oss, hafi
með pínu sinni og dauða afrekað oss eilífa endurlausn, og
að við eigum fyrir hann aðgang að allri Guðs óendanlega
ríku náð? Já, hvermig eiguim við að isýna það? — Með
lífi voru. pað á að sýna, að annað lögmál sé í osis, en lög-
mál syndarinnar og dauðans, — annað lögmál, en lögmál
sjálfselskunnar og eigin vilja vors. Líf vort á að sýna, að
lögmál hans, sem dó fyrir oss, lögmál lífs hans, sé ritað
á hjarta vort, og að viljinn hans sé viljinn isá, sem við í
hlýðni viljum beygja oss undir og láta stjórnast af. Sýna,
að það sé löngun hjarta vors, að lifa Drotni vorum, en ekki
sjálfum oss. Og svo líka sýna það, að hjarta-sorgin vor
mesta sé út af því, hve illa við lifum honum, sem lifði all-
ur og dó fyrir oss. Og að það isé þá vor hjartans bæn, að
fá lært það æ betur, að lifa honum.
f skírninni vorum við merkt hinu heilaga merki
krossins á enni og á brjósti, til merkis um að hugur vor og
hjarta ætti að helgast fyrir trúna á hinn krossfesta frelsara
vörn. Líf vort á því að sýna, að við erum merkt honum
með hans heilaga merki. Á oss á það innsigli hans að
sjást, er sýni, að við erum honum helgaðir.
pað má rita ósýnilegt letur. Á meðan það er ósýni-
legt, veit enginn, hvað letrað hefir verið. En efni er til,
sem gert getur hið ósýnilega letur sýnilegt, og þá geta
allir lesið.
Merkið, sem Drottinn setti á oss í skírminni og merkti
sér oss með því, það sá enginn nema hann. En það er hann,