Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 26
56
hæfur, svo að (það fari ekki á mis við blessun heimilislífsins.—
Sem stendur eru 54 líknarfélög í samvinnu við þetta félag.
En—”
“Eg veit þetta alt saman, Anna mín,” svaraði Miss Evans,
“og eg skal verða fyrst á nafnalistanum þínum. En getur þú
sagt mér, hvers vegna Mrs. Bacon sagði þetta um mig?”
“Já, en eg vil islíður gjöra það,” svaraði Anna vandræðalega.
En Miss Evans beið eftir svarinu, eg ihún var vön við það, að
börnin hlýddu henni, svo að Anna þorði ekki annað en að segja
henni sannleikann. “Hún Mrs. Bacon segir, að þú sért eini kenn-
arinn í þessum skóla, sem gjöri aldrei neitt fyrir hælið okkar,
og hún segir, að ef þú viljir ekkert gjöra til þess að hjálpa mun-
aðarlausum börnum hér heima, þá munir þú lítið sinna munað-
arleysingjum á Frakklandi. En þú mátt ekki taka nærri þér
þetta, sem hún Mrs. Bacon segir, af Iþví hún hefir mikið að
gjöra og er oft mjög þreytt.”
“Hvernig ætlar hún að komast af án þinnar hjálpar á dag-
inn eftir skólatímann, ef þú fer út til þess að safna peningum
handa börnum á Fakklandi?” spurSi Miss Evans.
“Aumingja Mrs. Bacon!” sagði Anna. “Eg hjálpa henni
allan tímann frá því eg kem úr skóla og fram að kvöldverði; og
þetta kemur henni nú í koli, því þegar eg spurði hana aS því,
hvernig hún ætlaði að fara að því að komast af án mín á eftir.
miSdögunum, þá sagði hún: “Vertu ekki að gjöra ráð fyrir því,
Anna mín, því það er engin hætta á því að hún Miss Evans gefi
neitt.” En þú gjörðir það, og eg var líka vi;ss um, að þú mund-
ir gjöra það. Eg ætla að gefa þér utanáskrift nefndarinnar,
sem þú átt að senda mánaðartillög þín, og eg get ekki sagt
þér, hvað eg er þér þakklát. En eg var nærri því búin að gleyma
að segja þér, að einn mánuðinn þarft þú að senda 3 dollara og
50 eent, af því aS þaS kostar 36 dollara og 50 cents fyrir hvert
barn um árið.”
En Anna komst fljótt að raun um það, að það var ekkert
áhlaupaverk að safna fé handa munaðarleysingjunum á Frakk-
landi. Stundum grét hún sárt, þegar hún var komin heim, en
hún gætti þess að gjöra þaS, þegar hún var að hátta munaðar-
ley-singjana litlu; litlu börnin gáfu því engan gaum Og þeim
þurfti hún ekki að gjöra neina grein fyrir því, af hverju hún
væri að gráta.
Og 'Svo kom einn dag merkilegt atvik fyrir hana. Hún
hringdi dyrabjöllunni á fallegasta húsinu í bænum og var leidd
inn til elskulegustu konunnar, sem hún hafði nokkurn tíma séð.
Hún hafði þó séð margar fallegar konur, því þær komu oft á