Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 5
35 i þeí, og fórnin niisliepnast að miklu leyti, alt fyrir óheppi- lega. rás viðburðanna. Grjafmildin er auðvitað góð og blessuð í sjálfu sér, en hvort hún veitir gífurlegum auðsöfnum einstaklinga nokkum tilverurétt, það er annað mál. Ölmusugjafir réttlæta ekki gróðann, hafi liann verið rangfenginn á ann- að borð. Ekki er heldur ugglaust urn áhrifin, sem slíkar gjafir geti liaft á mentun og kristindóm þjóðanna. Kristið f réttablað. Nokkrir kristnir inenn í Chicago — þar á rneðal há- skólamenn, klerkar og dómarar —■ hafa stofnað hlutafé- lag með 'því augnamiði, að gefa út kristið dagblað. Nafn þess á að vera: Tlie American Christian Daily. Hluti selur félagið á dollar hvern, til þess að almenningur geti eignast fyrirtækið. 1 boðsbréfi gerir félagið grein fyrir ætlun sinni á þessa leið: “Hin merkari dagblöð landsins eru nú um hálft þriðja þúsund að tölu, pg ekkert þeirra liefir kristinn svip. Þau virðast öll hafa yndi af að hampa ljótum sög- um framan í lesandann. G-æða mönnum ýmist á froðu eða dreggjum mannlífsins — lausungar-slúðri “lieldra” fólksins, eða glæpum skr-ílsins. Öll helga þau “sport”- lífinu dálk eftir dálk. Öll dekra þau við lægri hvatimar, bæði í myndum og ritgjörðum. Fregnir af kristnum lireyfingum, kristilegri starfsemi, kirkjuþingum eða öðr- um fundaliöldum, sem miða að sannri framför og siðbót —- þær eru annað hvort gjörðar afturreka, eða settar með smiáleturs fyrirsögn í einhvern afkyma, þar sem auglýs- ingar þvkja ekki svara kostnaði. Andi Krists ræður ekiki þar, heldur mannahyggja, og hún oft af lökustu tegund.” Mikið er liæft í þessu. Flestum dagblöðum er svo háttað, að auðséð er, iað fyrsta hugsunin hefir ekki verið um nytsemd eða uppbygging, heldur um útbreiðslu. Tvent hefir reynst öðru fremur notadrjúgt til að auka bláðasöluna: að hafa efnið nógn ódýrt og nógu æsandi. Þá freistast menn til að kaupa; og þeir gjöra ekki háar kröfur, þegar verðið munar engu. Fyrir því hafa glæpa- fregnir og hneykslandi sögur , flysjungs-hjal og illa

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.