Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 30
60 söfnuðir í vesturhluta Litlu Asíu. Nöfn iþeirra eru gefin á 11. versinu og einnig í öðrum kapítiilanum, ásamt skilaboðum frá Kristi til hvers um sig. 6. Hver er sá, sem var og er og kemur? Hinn eilífi Guð, faðirinn. 7. Hverjir eru andarnir sjö?....par er átt við heilagan anda að öllum líkiduim. Pleirtalan táknar gjafir andans (5. kap. 6. v.; sjá 1. Kor. 12, 4. v.). Fostulinn sendir því söfnuðunum kveðju í nafni heilagrar þrenningar (4. og 5. v.). 8. HvaS segir höfundurinn hér um Jesúm Krist? Hann lýsir frelsaranum í fáeinum skýrum dráttum: a. Hann er trúr voftur. Hann kom til að kenna okkur sannleikann um Guð (Jóh. 18, 37). b. Frumburður dauðra. Upprisa hans er sem trygging og fyrirboði vorrar upprisu (1. Kor. 15, 20). c. Hann er hinn sanni konungur allheimsinis. Honum þjóna allir útvaldir (Jóh. 18, 37; til 2, 2. 11.). d. Hann elskaði okkur og leysti okkur frá syndunur með blóði sínu. Hér er minst á hið þrefalda embætti Krists. Hann er hinn sanni (a) spámaður, (b og d) æðsti prestur og (c) konungur. 9. Hvað stendur hér enn fremur um verk frelsarans? a. Hann gjörðd kirkjuna að konungsríki og prestafélagi (1. Pét. 2, 9). b. Hann mun birt- ast aftur og allir men munu birtast frammi fyrir honum (Post. 1, 11; Kor. 5, 10). 10. Hvað þýða orðin alfa og ómega? pað eru nöfnin á fyrsta og s'íðasta stafnum í gríska stafrófinu. Nöfn- in merkja hér: upphafið og endirinn, Guð, sem er frá eilífð til eilífðar. 11. Hvað merkir sýnin, sem höfundurinn segir frá? Ljósastikurnar sjö tákna söfnuðina sjö, sem nefndir eru í 11. v. en þeir söfnuðir standa fyrir alla kirkjuna. Talan sjö táknar oftast 'heild eða fullkomleik í heilagri ritning. Sá, sem stend- ur á meðal Ijósastikanna, er auðvitað Kristur sjálfur. Sýnin á a'c minna kristinn lýð á það, að kristur er jafnan hjá okkur í öllum hættum og þrengingum (9. v.), sem við verðum að þola (Matt. 28, 20 (. 12. Hvað táknar lýsingin á frelsaranum (13.— 16. v.)? pannig kom hann Jóhannesi fyrir sjónir í sýninni. Og sú dýrðarmynd á að minna okkur á tign hans, vegsemd Og mátt. Hann vitnar um guðdóm sinn og manndóm í orðunum, sem hann talar til Jóhannesar (17. 18. v.). XII. LEXÍA — 21.. MARZ. Jóhannes lýsir tilbeiðslunni á himnum.—Opb. 7, 9—17. Minnistexti: Lofgjörðin og dýrðin, og vizkan og þakkar- gjörðin og heiðurinn og mátturinn og krafturinn sé Guði vorum um aldir alda. Amen. — Opb. 7, 12. 1. HvaS táknar múgur þessi frammi fyrir hásætinu? pað eru sálir útvaldra, komnar út úr þrengingunni miklu, barátt- unni við hið illa hér á jörðinni (9. 14. v.). 2. Hvað er sagt um þennan múg? a. Pað er mikill fjöldi, ótölulegur. Peir, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.