Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 27
57
hælið til þess a8 leita að munaðarlieysingjum til að taka að sér,
og það var eitt af skylduverkum Önnu að sýna þeim börnin.
Mrs. Bacon hafði veitt því eftirtekt fyrir löngu, að. hún hafði
eitthvað gott að segja um hvert einasta barn á hælinu. pví
Anna elskaði þau öll.
Konan í fallega húsinu hlustaði á önnu fara með einar
þrjár blaðsíður úr Ársskýrslunni, áður en hún tók fram í fyrir
henni. En hún flýtti sér ekki að lofa neinu, heldur kallaði á
vinnukonu, og sagði henni að koma með smurt brauð, tvo kókó-
bolla, tvo diska af ísrjóma og kökur. Stúlkan kom með þessar
góðgjörðir að vörmu spori, og Anna settist með konunni að litlu
borði “aiveg eins og hún væri í heimboði,” eins og hún sagði
börnunum seinna.
“Segðu mér nú,” sagði konan við 'hana, “hvernig á því stend-
ur, að hún mamma þín leyfir þér að fara út ein og vinna þetta
verk.”
Anna sagði henni, að hún hefði alla æfi s'ína verið á mun-
aðarleysingjaöiælinu.
“En hvernig stendur <þá á því,” spurði konan aftur blíðlega,
“að enginn skuli hafa tekið þig að sér?”
Augun í Önnu fyiltust tárum, en hún herti upp hugann og
svaraði: “Eg hefi aldrei verið falleg, en eg held samt, að það
komi til af því, að það var enginn á hælinu, þegar eg var lítii,
sem sagði við konurnar, sem komu: “Taktu hana, og þú munt
ekki sjá eftir því.” Alla æfi mína hefi eg á þann hátt verið
að hjálpa 'börnum til að eignast mæður. Sum börn, sem eru
ekki sérlega fríð í augum ókunnugra, eru samt elskulegustu
börn—
Lengi töluðu þær saman um þetta mál, og loks sagði kon-
an: “Eg skal skrifa mig á listann þinn og taka að mér 6 föð-
urlaus börn á Frakklandi. En segðu mér nú hvað kom þér til
þess að vinna þetta verk fyrir börnin, sem eru svo langt í
burtu ?”
Önnu varð ísvo mikið um þetta höfðinglyndi, að hún ætlaði
fyrst engu orði upp að koma. En svo jafnaöi íhún sig og sagði:
“pað koim til af |þVí, að eg heyrði eina 'konu, sem er !í stjórnar-
nefnd hælisins okkar, isegja frá þessu fyrirtæki, og mig lang-
aði isvo til þesis, að öll börn gætu fengið að vera hjá mæðrum
sínum. Eg er líklega of gömul til þesis nú, að það hefði mikla
þýðingu, en þegar eg var llítil, langaði mig oft til þess, að Mrs.
Bacon vildi faðma mig að isér, eins og eg hefi iséð mæður gjöra
við börnin sín. En Mrs. Bacon hefir alt af átt svo annrfkt og
segist vera svo lúin. pegar eg heyrði um börnin á Frakk-