Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1920, Qupperneq 20

Sameiningin - 01.02.1920, Qupperneq 20
50 sínu fram í dauðann á krosBÍnum hefir opnað oss mönnun- um bimininn, föður-faðm Guðs og aðgang að eilífu lífi hér og síðar? Höfum vér lært að meta kærleika Jesú til vor allra, sem augljós er í öllu hans lífi, í hverju verki hans og hverju orði, og batt bann svo fast við krossinn, að þrátt fyrir allar freistinga-tilraunir djöfulsins, losnar þó aldrei svo um böndin þau, að hann gæti bjargað sjálfum sér, heldur að eins bjargað oss? Höfum við lært að meta blóðið hans, sem hrópar til Guðs af jörðinni, ekki eins og blóð Abels, sem hrópaði um hefnd yfir Kain, bróðurmorðingjann, heidur um náð, um fyrirgefning og líf oss öllum til handa? Blóðið hans, sem lætur “Hrópa nú yfir oss himin og jörð helgun, frið, náð og sáttargjörð”? Já, kristnu vinir! hvað mikils virði er Jesús Kristur oss, verkið hans, kærleikurinn hans, fórnin hans, blóðið hans, sem frá fórnardeginum mikla fram á þennan dag hef- ir hrópað þannig til Guðs um náð og blessun og líf oss Öll- um til handa? Oss meira virði en nokkuð? Elskum við hann þá meira en nokkuð annað? Er oss ljúfara að þjóna honum, en nokkrum öðrum? Erum við fúsari að fórna honum hverju því, sem hann heimtar af oss, en nokkrum öðrum? Er osis meira ant um að fá að lifa honum en sjálfum oss? Aldrei íinst mér, að við verðum alvarlegar spurð að slíkum og þvílíkum spurningum eins og þegar við í anda fylgjum Jesú á krossferli hans að Golgata. Aldrei finst mér að blóðið Drottins vors Jesú Krists hrópi hærra né heitar slíkar spurningar inn í samvizkur vorar, en einmitt þá. Og aldrei finst mér, að við ættum að sjá skýrar mynd- ina af sjálfum oss og betur að læra að þekkja sjálfa oss, eða betur að þekkja Guð, en einmitt þá. Og þegar við nú hugsum um sjálfa oss og um það, hvernig við höfum metið og metum Drottin vorn Jesúm Krist og alt það, sem hann hefir gert og gerir fyrir oss, — og þegar við hugsum um hann og fórnina hans og kærleik- ann hans, og svo um föðurinn á himnurn, sem gaf oss ann- an eins son og elskaði oss svona heitt, til þess að við skyld- um geta orðið sæl börn hans, — finnum við þá ekki til hrygðarinnar eftir Guði í hjarta voru? Langar oss þá

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.