Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1920, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.02.1920, Qupperneq 18
48 Athugum þá og skoðum: Jesús ber misgerðir. Vegna þeirra legst á hanm guðlegur refsidómur, þyngri en orð fá lýst. En misgerðirnar voru ekki hans. Og refsidómurinn þungi ekki vegna misgerða nokkurra, sem hann hafði framið. Misgerðirnar voru vorar. Refsidómurihn vegna vorra synda, sem hann tók á sig og bar. pessu er lýst svo tilfinnanlega og eftirminnilega af spámanninum Jesaja í orðunum, sem tilfærð eru úr 53. kapítula spádómsbókar hans, þar sem Drottins þjóni er lýst sem harmkvælamanninum mikla. Og þegar við svo kom- um til píslarsögu freisara vors eins og guöspjallamennirnir segja hana, þá sjáum við, hver harimkvælamaðurinn er, se'm spámaðurinn var að lýsa. Við sjáum þá, að vorar þjáningar voru það, sem Jesús ibar, og vor harmkvæli, sem hann á sig lagði. Við sjáum, að hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Við sjá- um, að hegniingin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum. Og vér heyrum hrópað til vor, að fyrir han-s benj- ar verðum vér heilbrigðir. Hvort ættum við þá ekki eins og að heyra Jesúm sjálf- an út úr öliurn píslar-harmkvælunum og einmitt með þeim líka kalla til vor mannanna líkt og Jeremías lætur Jerú- salem kalla út úr neyðarmyrkri hennar — þetta: Komist þér ekki við, allir þér, sem fram hjá gangið um veginn? Látið þér yður standa á sama um alt það, sem eg hefi borið fyir yður og þolað og liðið yðar vegna? Skiftir það yður engu, að eg hefi iagt alt í sölurnar yðar vegna, — lagt sjálf- an mig í sölurnar og fórnað mér algerlega yðar vegna? Já, gengið í dauðann yðar vegna? Getið þér horft á písl- armynd mína og á blóðið mitt, sem úthelt var fyrir yður, og á lausnargjaldið, sem goldið var fyrir yður, — án þess að nema staðar og taka eftir? Án þess, að alt þetta komi yður til þess að fara að hugsa, — hugsa um sjálfa yður, um eigið ástand yðar, um hina sönnu mynd af yður, eins og þér í raun og veru eruð frammi fyrir augliti Guðs, — synd yðar og sekt, sem á mig lagðist og eg leið fyri? Og þá líka að hugsa um Guð, sem þér hafið brotið gegn og stygt með syndum yðar, en sem með sending minni sýndi föðurþel sitt og vilja yður til frelsunar? Og getið þér svo hugsað um mig og um hjálpræðið og lífið eilífa hjá Guði, sem eg hefi áunnið yður, og svo gengið fram hjá mér? Látið yður standa á sama um mig, eins og eg kæmi yður

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.