Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 25
55 j FYRIR UNGA FÓLKIÐ. j | pessa deild annast séra F. Hallgrímsson. i MUNAÐARLAUSA STÚLKAN. “Maður getur þolað að vera föSurlaus, en ómögulega að vera móöurlaus,” sagöi hún Anna litla Barton. Hún var mun- aðarlaus stúlka, 14 ára gömul, og hún var að tala við kennar- ann sinn eftir að kenslu var lokið, og biðja hana um að gefa 3 dollara á mánuði til uppeldis einu föðurlausu barni á Frakk- landi. “pú þarft ekki annað,” sagði -hún, “en að -skrifa “Föðurlausu börnin !á Frakklandi” á einn bankaávísunar-miðann þinn, og skrifa svo á hann “þrjá dollara” og nafnið þitt, og gjöra bað mánaðarlega, iþá getur eitt föðurl-aust barn fengið að vera heilt ár -hjá mömmu sinni. petta er seinasta sinn, se-m eg má nefna þetta við þig, Miss Evans, og vona að þú gjörir það.” Miiss Evan-s þótti þetta kynlegt, og spurði önnu að því, hvernig á því stæði, að hún mætti ekki minnast á þetta við sig fram-ar. “Hún Mrs. Baeon, forstöðukonan á heimilinu þar s-em eg á heima, segir að munaðarleysingjar eins og eg megi ekki vera að ónáða fólk. En hún lofaði mér því, þegar eg sagði henni frá þessari nýju aðferð til þess að hjálpa föðurlausum börnum á Prakklandi, að ef eg gæti fengið þig til þess -að taka að þér einn munaðarleysingja eitt ár, þá skyldi hún leyfa mér það, -sem mig langar svo mikið til, aö fara lí hvert hús í bænum og biðja fólk um að hjálpa til þess, að börnin gsti f-engið að vera kyr hjá mæðrum sínum. ó, Miss E-vans, ef þú hefðir veriS móöurlaus i 14 ár, þá gætir þú skilið hvers virði það er.” Og svo fór Anna aftur að vitna í ársskýrslu félagsins, s-em nefnir si.g “Föðurlausu börnin á Frakklandi”; hún kunni utan- bókar heilar blaSsíSur úr þeirri skýrslu, og hún þuldi upp úr sér, rétt eins og hún væri að fara með lexíu í skólanum. “Félagið “Föðurlausu börnin á Frakklandi” var stofnað vorið 1916. Tilgangur þess er sá, að styöja fátæk börn á Frakk- landi innan 16 ára aldurs, sem hafa mist föSur sinn 'í stríðinu.— Sérstök áherzla er á það lögð, að börnin geti verið kyr á heimil- um sínum. pess -vegna er isvo ráS fyrir gjört, að hvert barn sé alið upp af móðurinni eSa eihverjum öðrum, sem til þess er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.