Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 23
53 brigöum siðferöisanda, og mun höfundurinn skoða það sem hlutverk sitt, að prédika með bó'kum sínum. pegar kolaeklan var mest á öndverðum þessum vetri, voru ýmsar kirkjur í vandræðum með upphitun. I ýmsum bæjum í ríkinu Kansas bættu prestarnir úr þessu með því sjálfir að fella og vinna tré til að brenna. Nýlátinn er trúboðinn dr. Hunter Corbett, sem í 57 ár hef- ir starfað í Kína. Hann tilheyrði Presbýtera kirkjunni. Er talið, að um 40,000 Kínverjar hafi snúist til kristni fyrir á- hrif hans og starf. Hann stofnaði skóla, sem margir hátt- standandi Kínverjar hafa fengið mentun sína á, og lagði þannig grundvöll til víðtækra kristilegra áhrifa. Af ellefu börnum dr. Corbetts hafa fimm gefið sig við trúboðsstarfi í Kína. Rauða kross félagið ráðgerir að verja 30 miljónum dollars til starfs síns á þessu ári. Helmingnum af þessari upphæð verður varið til hjálpar hinum nauðlíðandi í stríðslöndunum í Morðurálfunni. Auk þess verður starf rekið í Síberíu. Svo er starfið heima fyrir. — Hvar sem bráða neyð ber að höndum, hleypur það einnig undir bagga, eins og kunnugt er. Dr. Carl Meyer, aðstoðar umsjónarmaður við Cook County spítalann í Ohicago, segir svo frá:: “Síðan vínbann gekk í gildi, hefir þeim stórum fækkað, sem spítalann sækja. Að með- altali er hér nú um 500 sjúklingum færra í einu, en áður var, eða um 1,300. peir, sem líða af áfengisnautn, hafa því nær horfið, og slys af völdum áfengis eru úr isögunni, auk sjúk- dómstilfella, sem vínnautn er á einn eður annan hátt að kenna.” Svipað 'berst víðar að. ítalía hefir ekki verið nafnkend fyrir hóf í vínnautn. pó er byrjuð þar takmörkun á áfengissölu. Samkvæmt nýjum lögum þar, má ekki selja vín með meira en 20 prósent vínanda frá því kl. 8 á morgnana til kl. 3 e. m., nema á laugardögum nær bannið -til kl. 4 e. m. Áfengi má selja fyrir miðdag á sunnu- dögurn, en alls ekki á öðrum helgidögum. — petta er nú ekki stórt spor í áttina til vínbanns, en fyrst er vísirinn og svo er berið. Eitt af sárustu vonbrigðum í sambandi við afleiðingarnar af styrjöldinni nýafstöðnu, er hve lítið nú heyrist um takmörk- un herútbúnaðar með þjóðunum. pvert á móti lítur út fyrir, að ný samkepni eigi að verða um það, hver geti vopnað sig bezt, og hún enn þá ofsafengnari en áður. Ef lög þau verða sam- þykt, sem nú liggja fyrir í Bandaríkjunum, verður þar marg-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.