Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 1
Mánaðarrit til stuðnings hirlcju og kristindómi íslendinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi XXXV. árg. WINNIPEG, MARZ 1920 Nr. 3 Fyrir mig dóst þú drottinn minn! Fyrir mig dóst þú, Drottinn minn, dauðann allan barstu. Fyrir mig dundi drevri þinn, dýrðar-fórn mín varstu. Fyrir mig streymdi lífs þíns lind, laugast svo að mætti’ eg. Fyrir mig bættir brot og svnd, barnarétt svo ætti’ eg. Fyrir mig dóst þú, Drottinn minn, “að deyja syndin mætti ’ \ Fyrir mig dóst, að dauði þinn dauðann allan bætti. Fyrir mig dóst, að devja hér dauða vér ei köllum. Fyrir mig dóst, að dauðinn mér dyr sé að þínum höllum. Fyrir mig dóst þú, Drottinn minn, dauðinn líf svo veitti. Fyrir mig dóst, að dauði þinn dauða’ í lífið breytti. Fyrir mig dóst, að dauðinn hér dýrðarlífs sé stígur. Fyrir imig dóst, að dagslok mér dýrðar- verði sigur. N. S. Th.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.