Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1920, Page 30

Sameiningin - 01.04.1920, Page 30
126 Hver varð svo afleiðingin? ísrael náði aftur borgum þeim, sem Filistar höfðu áður tekið af þeim, í fjöllunum að vestan. Og í ilistar náðu ekki aftur eins algjörri yfirhönd yfir þjóðinni á meðan Samúel lifði. 8. Hvað gjörði Samúel eftir þenna sigur? Reisti stein á bardagasstöðvunum til minningar um sigurinn og hina dásamlegu hjálp Drottins. Eftir þennan sigur var Samúel dómari ísraels og leiðtogi fram á elliár. 9. Hvað lær- um við af sögu þessari? a. ísraelsmenn tóku aáttmálsörkinni tveim höndum, þegar !hún kom til ibaka. pó héldu þeir áfram að dýrka skurðgoð. Og ánauð Filista linti ekki í tuttugu ár. Viljir þú hjálp Drottins, þá gef honum hjarta iþitt óskift. b. Samúel var helgaður Guði frá blautu barnsbeini, alinn upp í helgidómi Guðs. Nú var hann orðinn mikill maður, sem leiddi þjóð sína á réttan .veg og til frelsis aftur. Hér sjáum við, hvað ágætt það er, að læra að elska Guð á æskuárunum. c. Við sjá- um á þessari sögu, hvað miklu bænir góðra manna koma til leið- ar. d. ísraelsmenn sýndu fyrst ávexti iðrunar sinnar með því að brjóta skurðgoðin. Síðan leituðu þeir hjálpar Drottins og fengu hana. Sýnum einlægni og alvöru, þegar við leitum Drottins. e. Filistar réðust á ísrael undir eins, þegar þeir heyrðu um afturhvarf þetta. En það varð til þess, að þeir voru því fljótar sigraðir. Við megum búast við árásum, ef við höld- um trygð við kristindóminn, en það er aldrei ilt, að vera ofsókt- ur fyrir það sem rétt er. f. Guð notar oft náttúruöflin á dá- samlegan hátt til þess að frelsa fólk sitt, eins og hér. g. peg- ar ísraelsmenn báru örkina fram í bardaga, en iðruðust ekki synda sinna, þá biðu þeir ósigur. En þegar þeir lögðu til or- ustu með hreinsuð ihjörtu og skildu örkina eftir á sínum stað, þá unnu þeir frægan sigur, með hjálp Drottins. Helgir dómar eru góðir á sínum stað, en þeir veita enga hjálp, þegar hjartað er ekki rétt gagnvart Guði. VIII. LEXÍA. — 23. MAÍ. Fyrsti konungur ísraels—1. Sam. 9, 15—21; 9, 25—10, 1. Minnistexti: Óttist aðeins Drottin og þjónið honum trú- lega af öllu hjarta yðar — 1. Sam. 12, 24. 1. Hvernig hafði stjórnarfar Israels verið fram að þessum tíma? peir höfðu engan allsherjar þjóðhöfðingja haft, nema dómarana, er voru leiðtogar þjóðarinnar og dæmdu í málum manna. 2. Hver var síðasti dómarinn? Samúel spámaður. 3. Hvernig fór, þegar hann tók að eldast? pá fóru synir hans að gegna dómarastörfum, en komu sér illa við fólkið. Tók þá ísrael að biðja um konung yfir sig. 4. Hvernig tók Samúel í það? Hann hélt, að það væri ekki gott fyrir þjóðina. En Guð sagði honum að gjöra eins og ísrael vildi. 5. Hver var Sál?

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.