Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1923, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.05.1923, Blaðsíða 5
131 kennaranna, sem aldrei hafSi ræöu haldiS á æfi sinni, var beS- inn aS flytja ræSu yfir borSum. Var þaS sagt í gamni. En öllum til undrunar stóS prófessorinn upp og mælti á þessa leiðj : “Herrar mínir! Aldrei á æfi minni hefi eg haldiS ræSu, og ætla mér ekki aS fara til þess nú. Eg hefi samt nokkuS, sem eg vildi segja, og þegar eg segi það skal eg fylgja reglum Lúters: Byrjaðu fljótt, talaSu ótt, hœttu skjótt. Vér erum staddir í einhverjum frægasta veizlusal verald- arinnar. Höll Belsazars í Babýlon er í samanburSi viS þennan sal ekki annaS en léleg ibúS á þriSja lofti. Engin 'listaverk voru þá til, sem líkst geti þeim, sem eru í þessu húsi. Engir slíkir réttir voru á borði konungsins. ÞaS sem þá var, var rík- mannlegt á þeirri tíS, en vér lifum á annari öld, öld lista, skrauts og sællífis. Úr fjórum áttum vindanna er því safnaS, sem hér er á borðum. Hér eru sýnishorn aS minsta kosti hundrað teg- unda handverka mannanna, alt frá lítilmótlegri iSju daglaunx- mannsins til dýrlegustu smíða listamannsins. LeyfiS mér aS vekja athygli ySar á leirtauinu, sem hér er á borSinu. Sannarlega mega þeir listamenn heita, er slíka gripi smíða, hvort heldur eru karlar eða konur. Hvílíkan fögn- uS má þaS veita, aS halda á slíkum dýrgrip í hendi sér og geta sagt: Bg gerSi hann sjálfur. Margskonar stritvinna er hér einnig í ljós leidd. Leirinn hefir veriS fyrst grafinn úr jörð, fluttur á sinn staS, sniðinn til, brendur, sl'ípáður, hertur, málaSur, og margt fleira. Ef hér er inni nokkur sá maður, sem að einhverju þessu verki hefir unniS, þá segi hann; til sín. — Enginn! Hér eru sýnishorn af glerílátum, bæði skrautlegum og dýrmætum. Þau eru ávöxtur mikillar vinnu og mikillar listar. ÞaS er stórmerkileg iSnaSargrein. Eg skal ekki rekja rás þeirra athafna, er til þess þurfti aS láta slíka hlutj !verSa til. ViS höfum hlutinn fyrir augunum, en viS erum ófróSir um það. hvernig hann er til orSinn. Mig myndi undra þaS stórlega, ef eg rækist hér á nokkurn þann mann, sem þekti til hlýtar þessa iðnaðargrein. Hér eru ræktuS blóm á borðunum. Flestir ySar hafi lesið grasafræði svo árum skiftir. Samt grunar mig, að enginn yð- ar vildi verða til þess, að flokkskipa blómstur-skrautið á borð- inu. fNú gátu áheyrendur naumast varist hlátri, en brosiS hvarf af vörum þeirra, er ræSumaSur hélt áframý. Ef til vill á við að samgleSjast yður yfir því, aS þér eruð á þeiin aldri þá gamansemin hylur fjölda synda; en svo eg tali fyrir sjálfan

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.