Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1923, Side 30

Sameiningin - 01.05.1923, Side 30
156 21. LEXIA : Sýrlenzka konan og maSurinn málhalti. — Mark. 7, 24—37. MINNIST.: Heiðingjunum hlotnaðist blessun Abrahams fyrir samfélagið við Krist Jesúm. — Gal. 3, 14. ' Les: Jóh. 6, 15-17; Mark. 7, 1-23. í ritningarkpflum þessum gegir frá því, hvernig fjandskapur Farísea og annara leiðitoga lýðsins fór' í vöxt, þegar leið á þjón- ustutíma frelsarans. Þ;eir skildu ekki kenninguna, sem hann flutti og færðu öll hans orð og verk: til verra vegar. Til að losast um stund við þráttið og óvildinaj, sem á honum bitnaði um þessar mundir, fór Jesús huldu höfði norður yfir landa- mæri Gyðingalands. Þar á meðal heiðins fólks og öllum ókunn- ur, vildi hann leita næðis. En einnig þangað var frægð hans kom- in á undan honum. Kona nokkur sýrlenzk eða grísk, heiðin að þjóðerni, leitar þegar á fund hans eftir hjálp fyrir dóttur sína, sem hafði óhreinan anda. í frásögu þessari sjáum við sigurbænirnar. Konunni er al- vara. Hún biður eldheitt og af öllu ‘hjarta fyrir barninu sínu. Þeir, sem svo ákaft biðja, og auðmjúkt, og af sömu hvötum, knýja ekki á dyr náðarinnar ófyrirsynju. Bænin sigrar að lokum, þó Drottinn virðist í fyrstu dauf- heyrast, eins og frelsarinn virtist gjöra að þessu sinni. Hann hefir sjálfur kent okkur að vera óþreytandi í bæninni. Jesús gaf konunni svar, sem virtist synja hennr um alla hjálp. En i auðmíýkt, en þó með fullri djörfung, snýr hún orðunum sér í vil. í þetta eina skifti vari Jesúsí sigraður í andsvörum, ef svo mætti að orði kveða. Og sigurvegarinn er kona, sem er að biðja hann líknar fyrir barnið sitt. Mun ekki frelsarinn hafa viljað láta sigrast, þegar svo stóð á? Og munu þá ekki okkar bænir vinna sigur líka, ef við biðjum af sömu hvötum og með sömu auð- mýktinni ? Hví var Jesús svo tregur til að hjálpa að þessu sinni? Áður hafði hann þó jafnan verið fús að líkna, og stundumj jafnvel gjört það óbeðinn, eins og í Nain. En það er þó óhugsandi, að tregðan hafi verið eintóm uppgjörð eða leikur. Jesús gefur sjálfur úr- lausnina á þessari ráðgátu. Það var örðugleiki mikill í vegi fyrir hjálpinni. Hann var “ekki sendur nema til týndra sauða af Israels ætt” fMatt. 15, 24). Það er að segja: á holdsvistardögum sínum átti hann að starfa meðal þjóð'ar sinnar aðeins. En hér var hann kominn út yfir landamærin. Tíminn var enn ekki kominn til að útbreiða guðsríki meðal heiðingja. Slík útv'rkkun starfsins hefði á þessum tíma ekki náð tilgangi sínum. En konan yfir- stígur þann örðugleika, í eldheitri og auðmjúkri bæn. ’Hér er mikilvægur lærdómur, ef við skoðum hannj rétt. Sum- ir ætla, að lög náttúrunnar og öll ráð og verk Drottins séu svo einskorðuð, að þar gangi alt eftir óhagganlegum reglum eins og

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.