Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1923, Side 16

Sameiningin - 01.05.1923, Side 16
142 samskonar bókum. Þó höfum vér vanist því, að sérstakur kafli sé um guöfræSi Péturs, og kemur sá kafli venjulega næstur á eftir frásögunni um frumsöfnuðinn. Pétur stýrir hinni' gyöinglegu stefnu í fyrstu kristni, að sínu leyti eins og Páll er málsvari alheims-stefnunnar. Eru ræöur hans og athafnir í Postulasöigunni ásamt bréfum hans svo sérstaks eölis, aö fariö er oft með guðfræði hans sem sérstaka heild. Eru þá og undir þá grein talin rit Jokobs og Júdasar. Er viö kenningu Péturs ýmislegt sérkennilegt, svo sem Hadesar-för Krists og sum atriöi kenningarinnar um þá allmennu upprisu. Oss furðar næstum á því, hversu langan höf. gjörir fyrsta kaflann (i 13 bls.)„ Nauðsynlegt er þaö að sönnu, að skilja vel umhverfi og aldarhátt á dögum Krists, svo maöur geti sem best notiö kenningar hans og rnetið rétt orð hans og athafnir. En oss viröist háttvirtur höfundur gera síSgySingdóminum alt of hátt undir höföi. Heimildarritin eru þar aþofcry/tó-bækurnar og psevdcþigrcif-ritin, svo og sagnrit Jósefusar og heimspekirit Fílós. Vitanlega endurspeglar sig hugsunarháttur og trú Gyðinga á dögum Krists í ritum þessum, og án þeirra getur maöur ekki áttað sig á aðstöðu Gyðinga viö Krist og kenningu hans. En helgirit Gyðinga, þessi er á eftir koma Gamla Testa- mentinu, standa mörgum stigum neðar sjálfu ritsafni G. T. og hafa engin þau áhrif haft á trúarboðskap Nýja Testamentisins, sem Gamla TestamentiS hefir. MaSur verSur þess hvergí var, aS Kristur noti þau rit, sem heimildir, né bindi líf sitt og kenningu viS þau. Á hinn bóginn vitnar Kristur nærri í hverri ræSu til G. T. ritanna, og sannar fylling fyrirheitanna, fyrir- myndananna og spádómanna. Þarf því miklu fremur aS skýra þá hluti alla vel, svo “trúarsaga” Nýja Testamentisins verSi ljós. Vitanlega má því svara til', aS þar sé um annað mál aS ræöa, þar sem “trúarsaga” Gamla Test. sé sérstök fræðigrein og kotni sér í heilu lagi, og er þaS rétt. En þar sem sú fræSi er enn ekki komin fyrir augu lesenda þessarar bókar, þeirra er ekki eru guðfræSingar, þá hefSi átt viS, aS vikja sér- staklega aS því tnáli. Annars hætt við, að sumir geri sér þá mynd af kristindóminum, að hann sé sprottinn upp af rót síS- gySingdómsins aS all-miklu leyti. ÞaS nú enda mjög á döf- inni, aS kristindómurinn sé mestmegnis umskapaður gySingdóm- ur, blandaður helleniskri heimspeki. Vitanlega er það ekki skoöun þessa höfundar, en alt of mikiS finst oss hann gera úr áhrifum síSgySingdómsins og annara ráSandi afla á þeirri tíS, er kristindómurinn kom fram. Vitanlega er sjálf prédikun Jesú svo sem aSalatriöi bókar-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.