Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1923, Síða 14

Sameiningin - 01.05.1923, Síða 14
140 Til þeirra, sem mannlega hugarfræði kenna, þarf enginn sá að leita huga sínum lækninga, sem með stöð- ugu hugarfari iætur áhrif Guðs anda ná til sín. Æ- varandi friður er þeim fyrirbúinn, sem temur sér guð- rækilegt hugarfar. Innri óttinn, sem er mesti óvinur lífsins, víkur fvrir heilögum anda. En þeim, sean biður, gefur Guð heilagan anda, samkvæmt orði frelsarans. --------o---------- Trúarsaga Nýja Testamentisins. Fáum dögum áöur en línur þessar eru ritaSar, barst oss í hendur frá höfundinum, séra Sigurði P. Sívertsen, prófessor í guðfræði við háskóla íslands, ný bók og mikil, sem heitir Trúarsaga Nýja Testamentisins. Nú, þótt vér ekki höfum enn getað gagnrýnt bókina til hlítar, viljum vér ekki leggjast það undir höfuð, eð geta hennar þegar að nokkru, og þakka mikilsvirtum höfundi mjög hjart- anlega fyrir sendinguna. Alt það, sem vér höfum átt kost á að ná í eftir próf. Sig. P. Sívertsen á síðari árum, höfum vér lesið með mikilli ánægju, og ]jað eins fyrir því, þótt vér eigi séum honiun ávalt sanimála í skoðunum. Alt, sem hann ritar, ber vott um sannleiksást og ráðvendni; en það eru frumskilyrði þess, að vísinda-iðkun manns verði til blessunar. Bók sú, er umræðir, er all-stór vexti (^380 bls.j. Ókleyft hefði verið að gefa hana út á eigin kostnað, því naumast má gera ráð fyrir, að hún verði mjög mikið keypt af alþýðu. En háskcli íslands á yfir nokkru fé að ráða til útgáfu vísindalegra rita, og er bókin gefin út með styrk úr “Sáttmálasjóði Háskóla íslands”. En svo er sjóður sá tilkominn, að þegar skilnaður varð með íslendingum og Dönum, greiddu Danir íslendingum eina miljón króna til fullnægju kröfum Íslendinga um inni- eign hjá Dönum, og í stað Garðs-styrks íslenzkra námsmanna. Skal sjóðnum varið til vísinda-iðkana og útgáfu bóka á íslenzku og dönsku. Bók þessi er fyrst og fremst ætluð til kenslu í guðfræða- deild háskólans, en svo hefir höf. viljað fara með ef.nið ljóst og skiljanlega, að leikmenn geti lika haft bókarinnar not. Bókin fjallar um þá grein guðfræðinnar, sem mestu málf varðar: trúfræði Nýja-Testamentisins sjálfs. Venjulega er fræðigrein þessi nefnd c/uðfrœði Nýja-Tcstamcntisins. Mun svo

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.