Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1923, Side 19

Sameiningin - 01.05.1923, Side 19
145 höf. segir, að í Kirkjufélaginu hafi verið þröngsýni svo mikrð aS prestar frá Islandi geti ekki þolaö þaö. Þetta er varla rétt, þvi einmitt á árunum, sem liSin eru síöan helzt hafa viösjár veriö meö mönnum út af “þröngsýni” innan Kirkjufélagsins, hafa ekki svo fáir prestar og kandidatar á Islandi boöiS sig fram til þjónustu innan Kirkjufélagsins, þó ekki hafi verið unt aS taka framboöi þeirra. Kórvilla er þaö hjá háttvirtum höf., er hann segir um Jóns Bjarnasonar skóla: “Annar kennaranna hafi verið íslend- ingur, en hinn enskur Canada-maöur.” Sannleikurinn er, aö kennararnir hafa ávalt veriö þrír og allir verið íslenzkir. Lýs- ing prófessorsins á skólanum er ekki glæsileg: “Skólinn á dálítiö íslenzkt bókasafn; á hinn bóginn á hann ekki þak yfir höfuöiö, en verður að> hafast við í litlu leigu'húsi, er yfirleitt illa útbúi.in og hefir einungis fáa nemendur. Augljóst er, aö hann getur naumast haft varanleg áhrif til viðhalds íslenzku þjóðerni í Ameríku.” — Satt er þaö., aö skólinn er fátækur, en þó hefir hann boriö gæfu til þess, að fá þá viðurkenningu hjá mentamála- mönnum þessa fylkis, aö hafa búiö nemendur sína betur undir inntökupróf í háskólann, en nokkur annar skóli í fylkinu, og hlutfallslega hafa færri nemendur úr þeirn skóla fallið vi'ö þau próf, en nemendur tir öðrum skólum. 1 þriöja kaflanum segir höf., aö furðu gegni, hversu vel Vestur-íslendingar hafi varðveitt móöurmál sitt. “Auðvitað er málið bæöi i ræöu og riti alt annaö' en hreint”, segir hann þó. Telur hann síðan upp blöð þau og tímarit, sem út hafa verið gefin og segir stuttlega sögu þeirra og álit sitt á þeim. Þykir honum viðkoman ekki lítil, en bætir viö: “Ef þeim aö eins væri ekki svo mjög ábótavant, bæði með mál og mentun, sem rira fyrir almenning”. All-langt mál er um skáldin. “Tala skáldanna er því nær óendaleg”, segir höf. Á skáldaskrána setur höf. þessi nöfo: Kristinn Stefánsson, J. 'Magn. Bjarnason, Þorbjörn Bjarnarson, Magnús Markússon, Sigfús B. Benediktsson, Siguröur J. Jóhann- esson, Sig. Júl. Jóhannesson, Gísli Jónsson, Bjarni Lyngholt, Jón Runólfsson. Sigurbjörn Jóhannsson, Þ. Þ. Þorsteinsson, K. N. Júlíus. Er svo sérstakur þáttur um Stephan G. Stephan:- son, sem höfuöskáld Vestur-íslendinga, og önnur grein um Guttorm J. Guttormsson, sem höf. segir að sé eina íslenzka skáld- ið, sem fætt er í Ameríku. Fjórði kaflinn er um Vilhjálm Stefánsson, feröir hans og ritstörf. Nefnir hann þó einnig John G. Holm, blaðamanninn

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.