Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1923, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.05.1923, Blaðsíða 10
136 þá sagt og staðhæft, að hvort sem innri óttinn, hugsýkin, hrellingin, stafar af syncluin manns og illum verkum þeim, sem maður hefir unnið, ellegar einungis af á- hyggjum og kvíða hversdags-lífsins, eða af sorgum, þá sé manni fyrirbuin lausn frá því öllu og algjör livíld í Jesú Kristi. Á þeim degi, sem kristnir menn verða svo kristnir, að ]mir trúa Kristi sínum, verður þetta kvæði sungið í Júdalandi: “Vér eigurn ramgerva horg; hjálpræði ■sitt gerir ]%ann að múrum og varnarvirki. Þú veitir ævarandi frið.” — (Jer. 26, 1—3.) Þetta viljum vér nú, sem hezt vér getum, til sanns vegar færa. Það er staðreynd, sem eigi verður á móti mælt, að til þess að ná verulegum tökum á hugarfari sínu, þarf mað- ur að grípa dýpra, niður í sáí sína, en einungis til jurta- gróðurs þess, sem upp úr stendur, sem eru hugsanir manns og margskonar kendir tilfinninga og vilja. Slíkt eru ávextir. En það þarf að leita til botns, koma niður á undirhellur sálarlífsins, — finna sjálfan manninn. Þegar að því kemur að leita sjáSfan sig uppi, þarf að relcja utan af sér hverja umbúðina eftir aðra: alt hið arfþegna og ósjálfráða, alt hið aðfengna og viðtefcna lír umhverfinu, allan ávana sjálfs sín og eignir annara hið innra lijá sér. Einhverstaðar þar inst, er maður sjálfur: verulegt, sjálfstætt einstaklings-líf. Undir heil- hrigði og traustleik þessa sjcttfs sín, er velferð manns og vellíðan kornin. Nú er það í engum manni alheilhrigt. Kristur aleinn var í innra manni, í sjálfs-eðli, al'heill. Samt er þar inni líf, sem er undirstaða alls. Það sem fram fcemur í meðvitund og buga, ógeðfelt og ilt, og veld- ur hugarfarssýki, stafar af óheilbrigði sjálfsins, — lífs- ins sjálifs. 'Nu er það og víst, að aldrei fá sig samlagað önnur en sam-eðlileg efni, og haft gagnskiftleg áhrif hvort á annað. Efcki fær því annað fcomið lífi til liðs en líf. Sjúkt líf sjálfsins í manninum fær ei heilbrigði fengið nema úr heilbrigðu lífi. Guð einn er heilbrigður. Líf Guðs eitt aiheilt. Ef nú geta verið samgöngur milli

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.