Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1923, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.05.1923, Blaðsíða 25
151 Nú tók Ágústínus að lesa bréf Páls postula, varö honum þá ljóst syndafall mannsins, og hin leyndardómsfulla lækning þess; endurlausn syndarans fyrir Jesúm Krist -opinberaðist honum nú í fyrsta sinn í óútmálanlegri dýpt og fegurð. En ekki gat hann að svo komnu tileinkaS sér hið' réttlæt- andi réttlæti frelsara síns. Til þess brast hann barnslega auð- mýkt og hjartanlegan hreinleik. “Þrátt fyrir vanfarsæld mína,” segir Ágústmus, “gat eg ómögulega fengið mig til þess að fella mig við þessa kenningu. Mér fanst það of auðmýkjandi. Eg vildi ekki missa álit mitt með þvi að kannast við, að' eg væri ósjálfbjarga syndari fyrir Guði. Eg þóttist sjá, að þetta var eina leiðin til hjartanlegs friðar og fagnaðar, en það kostaði of mikla sjálfsafneitun. Eg hafði fundið ómetanlega dýrmætja perlu, en eg þurfti að selja allar eigur mínar til þess að geta eignast hana, og til þess brast mig þrek.” Ágústínus gerði sér grein fyrir því, að ef hann gengist undir kristna trú, mætti hann fyllilega búast við atvinnumissi og fyr- irlitning vildarvina sinna, og hann, 'hinn mi'kli Ágústínus, varö að vera barn til þess að eignast frið og huggun kristinnar trúar. Um það var stríðið í sálu hans, og lá honum iðulega við sturl- un. Eitt sinn var hann staddur í garðinum fyrir utan húsið, varð honum þá að orði: “Þeir, sem eru lítt lærðir og fákunn- andi ávinna sér þegnréttindi guðsríkis, en vér, sem stærum oss af þekkingu vorri, erum herteknir af lágum og hverfulum hugsjón- um heimslífsins.” Honum leið mjög illa; fékk naumast tára bundist. Þá heyrðist honum hann heyra barnsrödd, eins og frá himnum, sem söng og ítrekaði orðin; “Tolle, lege! Tolle, lege!” (Tsk og les). Várð það honum fyrst fyrir í geðshræringu sinni, að hann opnaði bibliuna sína og kom niður á orðin: “Framgöngum sómasamlega eins og á degi, ekki í ofáti eða of- drykkju, ekki í ólifnaði né saurlífi, ekki x þrætu né öfund, held- ur íldæðist Drotni Jesú Kristi, og alið ekki önn fyrir holdinu, svo að það verði til að æsa grindir.” (Róm. 13 ;I3,I4-^ Áhrifunum af viðburði þessum á Ágústínus verður ekki lýst Það var líkast sem að eldingu hefði slegið niður umhverfis hann. í hjarta hans skein ljós, undra fagurt og bjart, líkt leiftri þvi, er barst Páli postula á leiðinni til Damaskus. Það umliðna var sýnilega glatað og gleymt. Hin innilegasta löngun hreyfði sér í sálu hans, að þjóna Guði af öllu hjarta og gera hans vilja í öllu. Alt sýndist ónýtt sorp hjá því að þekkja hinn trúfasta frelsara mannanna, og eiga hann að sem ástvin. Ágústínus

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.