Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1923, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.05.1923, Blaðsíða 23
149 ar og framsetningu og hætti því von bráSar. Þá kyntist hann Manikea kenningunni, sem er blendingur kristinnar trúar og austurlenzkra hindurvitna. Þeir, sem héldu viö þá lærdóma, höfSu meS sér heimulegan félagsskap; drógst Ágústinus inn með þeim, og flutti nú kenningu þeirra af miklu kappi. Moniku féll þetta mjög þungt og reyndi iSulega aS sýna syni sínum fram á yfirsjón hans, og vanst henni lítih á me5 þaS. LeitaSi hún liSsinnis sér betri manna. TalaSi hún um þetta viS biskup nokk- urn, sem gaf henni þaS ráS, aS láta Ágústínus sjálfráðan um tíma, og hvatti hana til iSulegra fyrirbæna fyrir honum, og bætti því viS, aS óhugsandi væri aS sonur svo margra tára gæti fyr- irfarist. MeS þessum orSum er bent á huggun hverju særSu og sorg- bitnu móSurhjarta. Mun þaS altítt, aS börn valdi sorg og kvíSa á ýmsan hátt. Þá reynist óbrigSult þaS ráS, sem Monika tók upp, aS halda uppi stöSugri baráttu í bæninni, meS barnslegu trúnaSartrausti til hins alvisa og algóSa föSurs, sem mun vissu- lega líta á málefni hinnar syrgjandi síbiSjandi móSur. Þrautir, þolgæSi og tár fá ætíS sitt endurgjald hjá þeim, sem “engu barnanna sinna gleymir.” Slíkur sigur kostar oft miklar andlegar þjáningar, mörg tár og marga stund milli vonar og ótta. Og mikiS tilefni hafa allar mæSur til þess aS biSja fyrir velferS barna sinna, hvernig annars sem á stendur meS þau. Og enginn arfur jafnast á viS einlægar og innilegar bænir foreldranna. Stundum er þaS, aS viss atvik breyta hugarstefnu manna. Eitt slíkt atvik bar nú fyrir Ágústínus: Vinur hans ástfólginn lagSist banaleguna; reyndi hann aS hugga vin sinn eftir hugs- unarhætti Manikea, en hinum fanst fátt um, og varS Ágústín- us frá aS hverfa meS sárum vonbrigSum út af vin sínum, sem hann hugSi aS sannfæra síSar, en Ágústínus sá hann aldrei fram ar í þessu lífi. Ágústínus sökti sér nú niSur í hin hálfheiSnu vísindi; vökn- uSu nú hjá honum efasemdir um staShæfingar þeirra, og varS um síSir ljóst hiS takmarkalausa yfirlæti, sem þau höfSu meS- ferSis; leiddi þaS til þess, aS hann hafnabi þeim og félögum þeirra til fulls. Eftir þaS festi hann yndi hvorki í Tagaste eSa í Kar- þagoborg, og ásetti sér aS fara til Rómáborgar. Sú borg var þá orSlagt spillingarbæli, og óttaSist Monika mjög um velferS sonar síns. AftraSi hún honum ferSarinnar, en er hún fékk ekkert áunniS, ásetti hún sér aS fylgjast meS honum; þótt hon- um væri þaS ógeSfelt. Héldu þau niSur aS hafnarstaSnum. 4

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.