Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1923, Side 4

Sameiningin - 01.05.1923, Side 4
130 þingsins. UmræSuefni: Kristileg og kirkjuleg vakning. Máls- hefjandi: séra Hjörtur J. Leó, er gó'öfúslega hefir tekiö að sér verkið í stað séra Rúnólfs Marteinssonar. Mánudagskvöldið þ. 18., flytur séra Jónas A. Sigurðsson fyrirlestur. Samkvæmt lögum kirkjufélagsins, eiga sæti á þinginu prestar og embættismenn félagsins og erindrekar safnaða þess. Skal einn erindreki kosinn fyrir hverja ioo fermda safnaðar- limi og þar fyrir innan, tveir fyrir meira en ioo og alt upp aö 200, þrír fyrr meira en 200 og alt upp aö 300, fjórir fyrir meira en 300, en fleiri en fjóra skal enginn söfnuður senda. Erind- rekar þurfa að hafa skriflegt vottorð frá söfnuði þeim, er þeir mæta fyrir, um að þeir standi í þeim söfnuöi kirkjufélagsins og hafi verið kosnir á lögmætum safnaðarfundi. Skrifari fé- lagsins, séra Friðrik Hallgrímsson, sendir öllum söfnuðum eyðu- blöð. Eiga allir söfnuðir að senda erindreka á þing; en ef ein- hver söfnuður getur það ekki, þá á hann að senda þinginu skrif- lega afsökun. Vil eg biðja erindreka að muna, að til þess er ætlast að þeir verði komnir á þingstað í byrjun þings. Líka vil eg mælast til þess við söfnuði þá, sem ekki eru þegar bunir að því, að senda féhirði, herra Finni Jónssyni, 676 Sargent, Ave., Winnipeg, árstillög sín fyrir fyrsta júni, og eins tillög sín í heimatrúboðs- og heiðingjatrúboðs-sjóð kirkjufélagsins, svo og áskrifendur eða innköllunarmenn Sameiningarinnar áskriftar- gjöldin. í byrjun júní fer fram yfirskoðun allra reikninga kirkjufélagsins. Ennfremur minni eg á stöðuga umkvörtun skrifara, þá, að sumir söfnuðir sendi alls enga skýrslu. Vil eg svo að lokum biðja bræður og systur innan kirkju- félagsins, og eins utan þess, að biðja Drottin, kirkjunnar konung, að láta anda sinn vera yfir þinginu og í og með verki þess, svo að það verði ríki hans til eflingar. Tímanum varð' að breyta frá því, sem auglýst var í síð- asta bl. “Sam.”, sökum atkvæðagreiðslu um vínbannið þ. 22. júní. Var þá í blaðinu skýrt frá því, að líklega myndi breyt- ing óhjákvæmileg. Selkirk, Man., í maí 1923. N. Stgr. Tliorláksson, fors. k.fél. Sönn mentun. Eftir Alexander Irvine. (Ræða þessi var flutt í veizlu i London við það tækifæri, að um 150 námsmenn höfðu lokið háskólaprófi. Einn háskóla-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.