Sameiningin - 01.04.1913, Page 5
37
og sýnir, livernig livortveggja tilfinningin heyrir til læri-
sveinunnm: Sársauki hafandi í för með sér sælu, sem
svo er löguð, að í lienni gleymist sársaukinn. Og loforð
sín liin miklu krýnir hann með því að gjöra oss það ljóst,
sem er dýpsta undirrót fagnaðar vors: „Eg mun sjá yðr
aftr' ‘, og með þeirri yfirlýsing, að sá fögnuðr sé að engu
leyti kominn undir neinu liið ytra, og að enginn óvinr geti
rænt honum: „Enginn tekr fögnuð yðvarn frá yðr.‘ ‘
Trúarlíf kristins manns blasir þá liér við frá meir en
einu sjónarmiði, sem vert er fyrir alla að veita eftirtekt
vandlega:
I. Fyrst er heitið fögnuði, sem er ummynduð sorg.
„Hryggð yðar mun snúast í fögnuð.“ Þessi orð er
ekki aðeins svo að skilja, að önnur tilfinning komi í stað
hinnar, heldr svo, að það, sem áðr var hryggð, verði síðar
að fögnuði. Með þessu getr aðeius verið átt við það, að
það, er fyrst var orsök hryggðar, verði síðar orsök fagn-
aðar. Það að spádómr þessi rættist svo sögulega og bein-
línis stafar auðvitað af þeim tvennu sundrleitu afleiðing-
um, sem kross Krists hafði fyrir þjóna hans. Þrjú dimm
dœgr liðu svo yfir þá, að kross hans var þeim uppspretta
sorgar, ótta og örvæntingar; en er hið mikla sögu-undr
upprisunnar svo allt í einu ljómaði inn-í sálir þeirra, brá
svo við, að það, sem leitt hafði yfir þá hina djúpu sorg,
vonlausa með öllu að því er virtist, varð þeim á einni svip-
stundu uppspretta frábærs unaðar, er meiri var en nokk-
uð, sem þá hafði áðr dreymt um að til gæti verið, upp-
spretta óþrotiegrar, eilífrar gleði. Kross Krists, sem
nokkrar klukkustundir hafði valdið þeim harmkvæla og
nálega gjört xít-af við þá, hefir ávallt síðan verið þunga-
miðja dýpsta fagnaðar og sterkasta trausts óteljandi kyn-
slóða.
Naumast þarf að minna neinn kristinn mann á það,
hve mikið er varið í j)etta atriði, breyting þá hina skyndi-
legu og algjöru, sem varð á hugsunum og tilfinningum
hins litla lærisveina-lióps við ])að, er þeir sannfœrðust um
að Jesús væri risinn upp frá dauðum, — hvílíkt sönnunar-
gildi í því er fólgið guðspjalla-sögunni til staðfestingar.
Hvað var það, sem lyfti þeim upp-úr hyldýpi myrkrsins ?
Hvað var það, sem á einu augabragði kollvarpaði hug-