Sameiningin - 01.07.1914, Side 1
J!lánaðarrit til stu&nincjs kirkju og kristindómi íslendinga.
gefiff út af hinu ev. lút. lcirkjufélagi ísl. í Vestrheimi
RITSTJÓRI: BJÖRN B. JÓNSSON.
XXIX. árg. WINNIPEG, JÚLÍ 1914. Nr. 5
Sameiningin.
Ritstjórn “Sameiningarinnar” verður framvegis,
samkvsemt ráðstöfun síðasta kirkjuþings, í höndum
þeirra séra Björns.B. Jónssonar og séra Guttorms Gutt-
ormssonar. Eftir ósk liins síðarnefnda stendur nafn
hans ekki á blaðinu, en greinir lians verða merktar
fangamarki lians (G. G.). Aðrar ritstjórnargreinir
verða eftir séra Björn B. Jónsson, og á öllum ómerktum
greinum ber hann ábyrgð.
Stefna “Sameiningarinnar” verður í öllum aðal-atrið-
um hin sama og verið liefir að undanförnu. Blaðið er
fyrst og fremst málgagn Hins ev. lút. kirkjufélags Islend
inga í Vesturheimi, og telur ritstjórnin sér skvlt að starfa
í anda félagsins og stuðla að framkvæmdum fyrirætlana
þess eftir mætti.
Breyting verður á réttritun þeirri, er “Sameining-
in” hefir fylgt frá npphafi, og verður hér eftir sem næst
farið eftir réttritunarreglum Blaðamannafélagsins ís-
lenzka í Reykjavík.
Skrifstofa blaðsins verður að J20 Emily Street, Win-
nipeg, Man., og eru þeir, sem skifta blöðum við oss, góð-
fúslega beðnir að senda blöð sín þangað.