Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1914, Side 8

Sameiningin - 01.07.1914, Side 8
120 dóms- og móðurmáIs-kenslu — í liverjum söfnuði. Bent var og’ á þörf nýs fræðslukvers til notkunar við barna- uppfræðslu, bæði á heimiluni og í skólunum. Fram- kvæmdir í málum þessum eru fyrirliugaðar þannig: Gefin verða út lexíu-rit fyrir sunnudagsskólana, og koma þau út tvisvar á ári. Skal þar og birta skrá yfir það, sem ætlast er til að auk ‘lexíanna’ sé kent í liverri deikl. Séra Guttormur (tuttormsson verður ritstjóri ritsins, en með honum verða í sunnudagsskólanefnd þeir séra Frið- rik Hallgrímsson og Sigtr. 0. Bjerring. Forseta var fal- ið að livetja söfnuði kirkjufélagsins til þess,að koma á stofn safnaða-skólum, livar sem því verður við komið, og leiðbeina þeim í því efni. Enn fremur var fyrirhugað að stofna til stutts námskeiðs fyrir sunnudagsskóla- kennara, á þeim stað og þeim tíma árs, sem flestir gætu notið, og var gerð nákvæm áætlun um fvrirkomulagið. Vonandi taka því fræðslumál vor nokkrum framförum í nálægri framtíð, enda eru þau mál undirstöðuatriði all's kristilegs lífs, og þarf því að leggja við þau sem mesta rækt. 8. Sameiningin. Skýrsla ráðsmanns sýndi, að kaupendmn “Sam.” liafði talsvert fjölgað síðasta ár, og efnahagur blaðsins var í góðu lagi. Hr. Jón J. '\ropni var endurkosinn ráðs- maður. Ritstjórar voru kosnir séra Björn B. Jónsson og séra Guttormur Guttormsson. IJinn fyrrnefndi hafði verið meðritstjóri blaðsins allmörg undanfarin ár. Allir fundu sárt til þess, hversu mikils blaðið liafði í mist við fráfall dr. Jóns Bjarnasonar, er verið hafði ritstjóri þess írá upphafi, eða nærri 30 ár. Bókin Ben Húr, sem dr. Jón Bjarnason þýddi og gaf “Sameiningunni”, hafði selst all-mikið árið, sem leið, en samt er mjög mikið enn óselt af upplaginu, og allmikil skuld er enn við féhirði fvrir útgáfuna. Búist er við. að smám sarnan seljist bókin, svo með tímanum geti útgáfan borgað sig sjálf. Hittu menn, minnugir hins milda verks, er þýðandinn lag’ði á sig, að stuðla að því, að bókin yrði sem mest keypt.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.