Sameiningin - 01.07.1914, Síða 17
129
anna; aS leiða menn til hans,-sem er hiS eina hjálpræSi syndugra
manna, og safna þeim saman til guSsbarna-lifs og guSsríkis-starfs
undir forustu hans, — þaS var þráin brennandi í sálu hans og þunga-
miSjan í öllu starfi hans. Þess vegna varS líf hans aS blessun fyrir
marga. Þess vegna megum viS fagnandi og þakkandi heimfæra upp
á hann þessi orS sálmasafnsins, sem honum var svo hjartfólgiS:
“Fyrir blóS lambsins blíSa
búinn er nú aS stríSa,
og sælan sigur vann.”
“Verið minnugir leiðtoga yðar — — og líkið síðan eftir trú',
þeirra-■” — Minnast eigum viS þeirra, sem veriS hafa boSendur hins
guSlega fagnaSarerindis okkar á meSal, þegar þeir eru frá okkur
horfnir. Minnast þeirra, — ekki helzt meS loflegum eftirmælum eSa
dýrum bautasteinum; heldur um frani alt meS því, aS líkja eftir trú
þeirra. Þann veg á þaS bezt aS koma i ljós, aS viS munum eftir
þ'eim. Þvi til þess prédikuSu þeir, — þaö var markiS, sem prédikun
þeirra stefndi aS: aS mannlíf yröu mótuS af því fagnaöarerindi,
sem þeir fluttu; og meS engu móti geta kristnir menn heiSraS betur
minningu framliöins prédikara, en því, aS gefa þeim sannleika, sem
hann varSi lífi sínu til aö prédika, vald yfir lífi sínu. *
Og þegar viS hugsum sérstaklega um þann nýlátna bróSur, sem
varSi æfi sinni til þess aS tala guSs orS til þessa kirkjufélags og ís-
lenzkrar kristni yfir höfuS aS tala síSastliöin 40 ár, og hyggjum aS,
hvaS var helzt sérkennilegt viö kristindómsboöskap hans, þá dylst
okkur ekki, aS þaö var hin afarsterka áherzla, sem hann lagöi á hið
almenna prestsdœmi kristinna manna. Hann var stöSugt aö minna
okkur á þann sannleika, aö samkvæmt guSs orSi eigi allir kristnir
menn aS vera prestar guös. Hann haföi litlar mætur á dáölausum og
dottandi já-bræSrum; því honum var ljóst, aS guös riki væri lítiö liS
í slíkum liösmönnum. Hann vildi meS boSskap sínum hvetja menn
til þess aS ganga svo algjörlega á hönd Jesú Kristi, sem er í gær og
í dag hinn sami og um aldir, aS trúarsamfélag þeirra viS hann þrýsti
þeim út í alvarlegt og einbeitt starf og stríö undir merkjum hans, til
aS vitna um hann og vinna fyrir hann. Hann vildi, aS í hverjum
einasta söfnuSi væru menn svo handgengnir guSs orSi og svo fúsir til
aS hafa þaS um hönd, aS hvergi þyrftu sameiginlegar guösþjónustur
aS leggjast niSur, þó aö ekki væri um einhvern tima kostur á þjón-
ustu vígös kennimanns; hann vildi aS trúaSir leikmenn fyndi til
þess, aö þeir bera líka ábyrgS á því, hvernig aö kristindómsmálunum
er unniS. Sú hugsjón, — hugsjón hins almenna prestsdæmis, þarf
aS verSa ríkjandi i þessu kirkjufélagi enn betur en orSiö er, til þess
aS drottinn geti notaS þaS til þeirra dásemdarverka,, sem hann hefir
ætlaS því.
“Jesús Kristur er í gœr og í dag og um aldir hinn sami.” Hann
hefir í dag sömu náö aS bjóöa hverjum syndugum manni, og hann