Sameiningin - 01.07.1914, Page 26
138
taka sér nafnið, setur sig í stað ísraels, efiaust vegna þess, að hjá
honum hafi ákvörðun þjóðarinnar náð hámarki sínu. .
Staðina i guðspjöllunum, þar sem Tesús kallar sig manns-soninn,
má auðveldlega greina í þrjá flokka. Fyrst er fjöldi af stöðum, þar
sem honum eru eignuð störf, sem yfirgnæfa alt mannlegt. Dæmi úr
þessurn flokki höfum vér þegar nefnt. Þessir staðir verða auðveld-
ast útskýrðir þannig, í ljósi hins ofangreinda, að manns-sonurinn hjá
Jesú hafi aðallega táknað Messíasar-stöðu hans. Svo er annar stór
flokkur um niðurlægingu, pínu og dauða Jesú (t. d. Matt. 17, 22; 26,
24, o.s.frv.J. Minna þeir á, hverliig nafnið er notað í 8. Sálminum,
og á mynd hins liðandi þjóm fjes. 53J, sem Jesús tengir við Messí-
asar-stöðu sína. Og að þetta tilhey^rði stöðu hans, á það benda orð-
in: “Því manns-sonurinn er ekki heldur kominn til þess að láta
þjóna sér, heldur til þess að þjóna og til þess að gefa lif sitt til lausn-
argjalds fyrir marga.” I’riðji flokkurinn er ýmislegs eðlis, og má
þar halda fram frábreyttum merkingum, en Messíasar-hugmyndin i
einhverri mynd, getur allsstaðar komist að eðlilega.
Mikið hefir verið rætt um Enoks-bók í sambandi við nafnið
“manns-scnurinn”. Þar er mjög merkilegur kafli um manns-soninn
í “bók líkinganna” svo kallabri En það er talið mjög líklegt, að sá
kaíli Enoks-bókar sé frá seinni tíð. Sé kaflinn ritaður á undan komu
Krists, er það aukin sönnun fyrir því, að manns-sonurinn sé Messí-
asar-titill. En hitt er vist, að það var ekki alþekt nafn á Messíasi í
samtíð Jesú, þvi um leið og hann nefnir sig manns-soninn, hvar sem
hann er staddur, þá bannaði hann lærisveinum sínum svo að segja
til hins síðasta, að opinbera að hann væri Kristur eða Messías. í
hans eigin huga táknaði nafnið Messíasarstöðu hans, en hann ætlað-
ist til, að síðar skyldi það tákna það sama fyrir öðrum, en það
huldi að minsta kosti til hálfs það, sem það táknaði, þar til hinn
hentugi tími kæmi, að það yrði opinberað.
Vér höldum oss því að þeirri niðurstöðu, að staðurinn í 7. kap.
hjá Daníel sé aðal-heimildin fyrir nafninu, þó þvi sé ekki neitað, að
aðrir staðir í g. t. hafi átt þátt í því, að gefa því innihald. En auk
þess, sem þegar hefir verið bent á sem ástæðu fyrir því, að Jesús
velur sér þetta nafn, viljum vér bæta við einu atriði. Það er, hve
nafnið táknar aðdáanlega samband hans við mannkynið. Sumir hafa
viljað útskýra nafnið sem “maðurinn” einungis, eins og í 8. Sálm.:
og hafa það fyrir sér, að á arameiska frummálinu, sem Jesús að lik-
indum talaði, muni manns-sonurinn hafa verið ‘ barnash”, sem þýðir
maður. Að ætla að koma þeirri merkingu að algerlega, gengur ef-
laust of langt. En fyrir því þarf ekki að færa rök, að Jesús hafi
mjög glögt fundið til þess, að hann var “maðurinn”—fulltrúi allra
manna. Með öllu háu og göfugu, hafði hann fylstu samúð; með öilu
sáru og aumu, hina mestu meðaumkun. I-annig auðgaði hann nafn-
ið, sem hann valdi sér, að innihaldi. Hann var bróðir allra. Án
þessa sambands við mannkynið og þess kærleika, sem náði til allra,