Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1914, Side 28

Sameiningin - 01.07.1914, Side 28
140 tr.erkingu gat nafnið tilheyrt honum. Vergur þa5 þá aðallega Messíasartitill. En ef maöur athugar, hvernig nafnið er notað um Jesúm, getur manni ekki dulist, aS þó þessi merking stundum geti átt viö, þá er þaö oftar notaö sem viðurkenning á einhverju ofar því mannlega hjá Jesú! En þá er að snúa sér að notkun nafnsins hjá Jesú sjálfum. Hann hefði getað tekið nafnið úr g. t. eða úr málvenju samtíðarinn- ar. Sem annan möguleika má nefna röddina af hæðum við skírn hans: “'Þessi er sonur minn elskulegur, sem eg hefi velþóknun á.” Hefir sá atburður eflaust átt stóran þátt í því að nafnið festist við hann. En hvað sem þessu líður er ljóst, að þegar Jesús talar um sig sem “soninn” eða “guðs son”, er ekki hægt að leggja í það sömu merkingu eins og þegar aðrir eru kallaðir guðs synir. Hann talar þráfaldlega um “föður minn” og “föður yðar”, en aldrei um “vorn föður.” Með tilliti til þess, er alveg heimildarlaust að segja, að Jesús hafi verið guðs sonur að eins í sömu merkingu og aðrir menn. Eins er það ástæðulaust. að ganga út frá því sem sjálfsögðu, að ein- ungis hafi verið að ræða um siðferðislega eining milli Jesú og föð- ursins. Auðvitað var sú eining siðferðisleg, fólgin í þvi samræmi, sem var milli vilja hans og vilja guðs, því hvernig hugsanir hans féllu inn í hugsanir og tilgang guðs, og þeirri sælu, er hann fann til í návist guðs. en með því er engan veginn sagt, að til grundvallar hafi ekki legið eðlis-eining. Að takmarka. hve náið sonar-sambandið geti verið, er að nálgast vitnisburð Jesú með hleypidóm í huga A^ér viljum vekja athygli á því innilega sambandi, er orð frels- arans tákna, er hann nefnir sig soninn og guð föðurinn Það sam- band var ekki einungis alveg einstakt, heldur tekur það svo fram öllu samfélagi við guð, sem eigna má mönnum eða englum, að hann nefnir sig samhliða föðurnum og heilögum anda, sem tilheyri guö- dómleg tilbeiðsla. Vér viljum benda á dæmi: Fyrst má benda til baka til þeirra staða, sem nefndir eru í sam- bandi við fortilveru Jesú. Þar lýsir sér í meðvitund Jesú hið inni- legasta samfélag við guð, sem varað hefir frá eilífð. Einnig þessi orð hjá Lúkasi: “Alt er mér falið af föður mínum og enginn veit, hver sonurinn er, nema faðirinn, né hver faðirinn er, nema sonurinn og sá, sem sonurinn vill opinbera hann” J10, 21J. Þekking föðursins á syninum og sonarins á föðurnum, er gerð hliðstæð. Hver gat líka nerna sá, sem var guði jafn, bætt við: “Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld” JMatt. 12, 28J ? Sá staður, sem þeir reiða sig á umfram alla aðra, er hrinda vilja viðtekinni kenningu kirkjunnar um Jesúm, er umsögn hans um dóms- dag: “En um þann dag eða stund veit enginn. ekki einu sinni englar á himni, né heldur sonurinn. heldur að eins faðirinn” JMark. 13, 32J. Margir aðrir staðir benda í svipaða átt. Þessi er skýrastur. Því er ekki að neita, að sú takmörkun Jesú, sem hér kemur fram, er hinn

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.