Sameiningin - 01.07.1914, Qupperneq 32
-14
oröum Jesú einvöröungu, að gera sér fulla grein fyrir þýðingu
dauða hans. En af þeim rná sjá, að meira var dauði hans en pislar-
vættisdauði.
III. Orð Jcsú, er snerta áframhald lífs lians eftir daúðann.
Þessum þætti verðum vér að sleppa úr að þessu sinni. jesús
segir fyrir upprisu sína, endurkomu og dóminn, er allir verða að
birtast fyrir dómstóli hans. Snertir vitnisburður hans, er hér ætti
að koma fram, aðallega þetta þrent, er þegar er nefnt. Krýnir sá
vitnisburður persónu hans auknu veldi og dýrð.
Mjög ber á því í samtíð vorri, að vilja einskorða fagnaðarerindi
Jesú við orð sjálfs hans, eins og þau eru geymd í guðspjöllunum, eða
þeim hluta þeirra, er í það og það sinn er talinn áreiðanlegur. 1
sambandi við þetta er sjálfsagt að benda á, að Jesús sjálfur gaf ó-
tvíræðilega í skyn, að hann hefði ekki getað boðað kristninni alt, er
hann vildi, meðan hann dvaldi sýnilega á jörðinni; en að eftir burt-
för sína myndi sér auðnast að flytja kristninni það, því kenning inn-
blásinna postula hans væri í raun réttri áframhald af kenningu hans:
“Eg hefi enn margt að segja yður, en þér getið ekki borið það að
sirtni; en þegar hann, sannleiksandinn kemur, mun hann leiða yður
í allan sannleikann, því að hann mun ekki taka af sjálfum sér, held-
ur mun hann tala það, sem hann heyrir, og kunngjöra það, sem koma
á. Hann mun vegsama mig, því af mínu mun hann taka og kunn-
gera yður' ('Jóh. 16, 12-15J. Það er því í samræmi við lotningu þá,
er vér tókum fram í byrjun að tilheyrði orðum Jesú, að búast við
samræmi á milli kenningar hans og þeirra, og að álíta að þeir hafi
verið leiddir af andanum til fyllri þekkingar á sannleikanum. Eitt af
því eflaust, sem lærisveinarnir ekki voru meðtækilegir fyrir, eða ekki
gátu borið meðan hann var hjá þeim, var, að hann fyrirfram boðaði
þeim þýðingu dauða síns til fullnustu. Því hefir kristnin leitað
rrekari útskýringar á orðum Krists um gildi dauða hans í kenn-
ingum postulanna. En endurlausn Krists var hjartablaðið í boðskap
n.nnar fyrstu kristni. Hann dó í stað syndarans og honum til frels-
uiar. Og þetta hefir kristnin verið fullviss um að væri hin bezta
skýring á orðum Jesú, er hann segir, að hann “láti líf sitt til lausnar-
gjalds fyrir marga.” Á sama hátt ber að skoða kenninguna um guð-
dóm Krists, eða hverja aðra kenningu kristninnar. Hún birtist hjá
Jesú frá sjónarmiði þess, er veitir sáluhjálpina; hjá lærisveinunum
frá sjónarmiði þeirra, er þáðu sáluhjálpina. En hvorttveggja mynd-
ar samfelda heild.
Enn fremur ber að muna, þegar einskorða á boðskap Jesú við
hans eigin töluð orð, að hann var sjálfur meiri en nokkur orð hans—
meiri en þau öll til samans. Líf hans, kraftaverk, pina og dauði,
fluttu hoðskap jafngildan hans töluðu orðum. Afskifti hans af toll-
heimtumönnum og bersyndugum eru engu siður áhrifamikil en dæmi-
sögurnar í 15. kap. hjá Lúkasi. Tár hans yfir Jerúsalemsborg eru