Sameiningin - 01.07.1914, Blaðsíða 46
158
Ástæðan fyrir því, að kirkjan nú á dögum er sumstaðar búin að rnissa
sjónar á höfuðsannindum kristindómsins, er vafalaust sú, að hún
þar var hætt að gera skyldu sína. Fari svo, að vér ekki gerum
skyldu vora, verða sannindi guðs frá oss tekin og vér höfum þá ekki
lengur neitt hlutverk að vinna. Slíkt ætti ekki með nokkru móti að
geta komið fyrir. Guð forði oss frá þeim örlögum! Guð forði oss
frá þeim örlögum, segi eg, ekki vegna þess, að þá værum vér sem
félag úr sögunni, því þegar vér værum hættir að gera skyldu vorá
mættum vér gjarnan missa oss, heldur vegna hins, að hlutverk vort,
að flytja náðarboðskapinn hverju íslenzku mannsbarni hér vestra,
yrði þá óunnið. Litum á þetta hlutverk vort, gefið oss og fengið ;
hendur af guði, sem skyldu. Biðjum hann svo í Jesú nafni um hjá p
í starfinu öllu- Þá getur ekki hjá iþví farið, að vér verðum til mikils
góðs íslenzkum bræðrum vorum og svstrum og þar með guðs ríki
yfirleitt á meðal vor. Minnist eg í þessu smbndi orða nokkurra, sem
mér þykir vænt um. Þau eru eftir Theodore L. Cuyler, einkar góðan
mann, sem var prestur í Brooklyn, N. Y., og er látinn fyrir öríáum
árum, Orðin eru þessi: “Guð sendir æfinlega hjálparengil þeim,
sem viljugir eru að gera skyldu sína.” Sé það skylda vor. og um
það er eg ekki í ncKkrum vafa, eins og nú stendur á hjá oss, að fara
með kristindómsfcoðskapinn inn á hvert íslenzkt heimili hér vestan
hafs, og vér gerum þá skyldu, mun guð senda oss þá hjálparengla sem
vér þurfum, jafnframt og verkið er unnið.
Eitt vil eg hér minnast á. Slík starfsemi sem þessi, slík bjarg-
ráð, er ekki óþekt í lúterskri kirkju. Vel man eg eftir því, að eg
heyrði dr. Gerberding, einn af mestu ágætismönnum kirkju vorrar
nú á dögum og kennara við prestaskólann lúterska í Chicago, oftar
en einu sinni minnast þess með hjartanlegri gleði og fögnuði, að
Hann hefði tekið þátt í svona starfi. Dr. Gerberding var þá ungur
maður. Leiðtoginn í verkinu var dr. Passavant, ágætismaður hinn
mesti, þá nokkuð roskinn, en ern og vel hraustur og fullur af heilög-
um áhuga fyrir málefni guðs rikis. Þeir dr. Gerberding og hann
ferðuðust saman bæ frá fcæ um bygðarlög í Pennsylvania cg fluttu
náðarboðskapinn á hverju heimili þar sem þeir komu. Sagðist dr.
Gerberding aldrei hafa verið í slíkum skóla á æfi sinni eins og þeim,
er hann var í á þessu ferðalagi með dr. Passavant. Sagði hann, að
sér yrði alla æfi minnisstætt, þegar þeir félagar hefðu kropið í l:æ:i
til guðs í Jesú nafni, á brotnum gólfunum í kofum nýbyggjanna.
biðjandi um blessun guðs og sáluhjálp heimilisfólkinu til handa.
Kvað hann slíkar ferðir hafa verið verulega blessunarríkar, bæði
starfsmönnunum sjálfum og heimilisfólkinu þar sem þeir komu.
Kirkjur voru tiltöluleg fáar austur þar í þá daga og messur fremur
strjálar. En að messunt þeirra félaga þyrptist sá múgur manna á
hverjum sunnudegi, að dæmafátt mátti heita. Hefir því vafalaust
valdið að nokkru leyti vakning sú, sem fólk varð fy^rir við guðs-
þjónustur þær, er áður höfðu fram farið á heimilunum.
Tvent þarf maður að hafa til að bera til að koma nokkru til leiðar