Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1914, Blaðsíða 48

Sameiningin - 01.07.1914, Blaðsíða 48
160 og yrði lifandi og starfandi fólk i söfnuðunum. Man eg þá aS hann sagði, aö hann væri meir og meir að tapa trú á það, sem fólk vana- lega kallaði snjallar ræður, og meir og meir að fá trú á einstaklings- kristniboði, kristilegu samtali og áhrifum kristinna manna, presta og annarra, persónulega á aðra menn. Með heimilis-kristniboði kæmist einmitt þessi hugsjón í framkvæmd. Slík starfsemi, sem dr. Jón Bjarnason, með langa og mikla lífsreynslu að baki sér, fann svo glögt til að brýn þörf var á, væri þar með komin af stað og orðin að veru- leik. Talað hefir verið um að reisa dr- Jóni Bjarnasyni hæfilegan minnisvarða, helzt að stofna minningarsjóð, er beri nafn hans og sé notaður til einhvers göfugs og góðs fyrirtækis. Flestum mun koma saman um, aö sjóður sá ætti helzt að ganga til þess að koma upp ís- lenzkri, kristilegri mentastofnan, með því að hinn látni, mikli og göf- ugi foringi vor hafði meiri mætur á lifandi kristinni trú og íslenzkrí tungu en á nokkru öðru. Eg fyrir mitt leyti er þessu samþykkur. En færi svo, að ómögulegt reyndist að koma þessarri umræddu bjargráða-starfsemi af stað, nema með því að gefa upp hugmyndina um íslenzka mentastofnun hér vestra, færi svo, segi eg, að annaðhvort yrði að þoka fyrir hinu, mentamál vor í sambandi við íslenzka tungu, eða sú bjargráða-viðleitni, sem hér ræðir um, þá er eg viss um, að dr. Jón Bjarnason hefði kosið að láta íslenzka tungu víkja. Því svo heitt, sem hann unni íslenzkri tungu og íslenzkum bókmentum, þá elskaði hann þó lifandi, heilan kristindóm enn betur. Vonandi þarf hvorugt þetta að víkja fyrir hinu. Vonandi er, að oss, með guðs hjálp, auðnist að koma hvorutveggja þessu velferðarmáli í fram- kvæmd, og það sem allra fyrst. Vér megum ekki með nokkru móti láta undir höfuð leggjast, að sinna þessu máli tafarlaust. Dauðaöfl- m ásækja trúarlíf vort með ýmsu móti og úr ýmsum áttum. T>eirri ásókn er beint bæði að kirkju vorri yfirleitt og fagnaðarerindinu í heild sinni. Um leið ásækja dauðaöflin hverja einstaka sál meðal vor. Fólk vort alt hér vestra, bæði innan félags vors og utan, er þess vegna í hinni mestu hættu. Kirkja vor hér er ekkert líkleg til að deyja. Hún lifir- Fagnaðarerindið er heldur ekki mögulegt að deyi. Guð hefir lagt í það afl vilja síns og lifs. En einstaklingarn- ir geta auðveldlega dottið úr sögunni; þeir geta dáið andlegum dauða og svo eilífum dauða. Nærri alt fólk vort á þó enn minni eða stærri lífsneista af trú og kristindómi í hjarta sínu. Þennan neista þarf að glæða og vekja til lífs á ný; láta hann með hjálp og leiðslu guðs heilaga anda verða að heilögum eldi í sálum vorum. Lífsaflið andlega, sem enn er fyrir í sálum vorum, þarf um fram alt að styrkja- Fagnaðarerindi Jesú Krists er það eina, sem því fær k'om- ið til vegar. Trúboð á heimilunum er aðferðin. Það er þau bjarg- ráð, sem vér eigum að nota löndum vorum öllum hér vestra til hjálpar og ríki guðs til útbreiðslu og eflingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.