Sameiningin - 01.07.1914, Blaðsíða 59
171
Sama verður reyndin í mörgu mannslífi. Æfibraut margs góðs
manns hefir oröiö töluvert ólík því, sem hann gjörði ráð fyrir í
æsku, — ef til vill ekki eins glæsileg hið ytra, en margfalt auðugri
af blessun. Hann hafði einhverja ákveðna leið í huga, sem hann
ætlaði sér að halda; en svo setti guð einhverja torfæru á leið hans,
svo að hann neyddist til að stefna í aðra átt. Honum þótti það sárt
og hann taldi það ólán; en seinna sá hann, að guð var að beina
kröftum hans að einhverju verki, sem honum var ætlað að vínna öör-
um til blessunar; og hann þakkaði guði fyrir torfæruna-
Hræðstu ekki erfiöleikana; sem á vegi þínum verða; því þeim
er öllum ætlað að verða þér til góðs. Þeir eiga að knýja fram allan
þann dugnað, sem til er hjá þér, og veita hæfileikum þínum þroska.
Láttu ekki hugfallast og mögla þú ekki á móti guöi, þó að margt
verði þér erfiðara viðfangs, en þú hafðir búist við; því guð vill, að
torfærurnar gjöri sigur þinn meiri. Treystu handleiðslu hans og tak
þú á af alefli, staðráðinn í því, að láta verða eins mikið úr þér og eins
mikla blessun af þér leiða, og hann hefir af náð sinni ætlað þér.
Því það er áreiðanlegt, að hann vill að þú sigrir, þó að alt virð-
ist vera á nióti þér. Tala þú daglega við hann um erfiðleika þína,
fyrirætlanir og vonir. Láttu erfiðleikana vera þér hvöt til að þiggja
daglega af honum nýja krafta til lífsbaráttunnar; við það vex þú.
Þá snúast torfærurnar í blessun. Enginn, sem treystir honum og
hlýðir, bíður nokkurn tíma ósigur í lifsbaráttunni. Og það er sann-
reynd, að þeir, sem í nafni hans hafa barist við mesta erfiðleika, hafa
orðið mestu mennirnir og samferðamönnunum þarfastir.
Bandalagsþing.
Það var haldið í kirkju Gimli-safnaðar að Gimli, Man., laugar-
daginn 27. Júní. Erindrekar frá Bandalögunum voru 12, og auk
þess sátu á þinginu flest-allir prestar kirkjufélagsins og allmargir
kirkjuþingsmenn aðrir-
Starfsmálin voru afgreidd á fyrri fundinum, er haldinn var kl.
4^2 til 6L> e.h.
Samkvæmt ársskýrslu forseta voru Bandalögin 11 alls, með sam-
tals 766 meðlimum, eða 141 fleiri en á síðasta þingi.
Hagur Söngbókar-útgáfunnar reyndist í góðu lagi; öll lán, sem
tekin höfðu verið til útgáfunnar, voru borguð, nokkurt fé í sjóði og
töluvert eftir af óseldum bókum.
Embættismenn eru allir endurkosnir; forseti séra Fr. Hall-
grímssdn, skrifari Miss Kirstín Hermann, féhirðir T. E. Thorsteins-
son; vara-embættismenn: séra C. J. Olson, Mrs. S. M. Sigmar og Sv.
Björnsson-
Frumvarp til nýrra grundvallarlaga, sem fram var lagt á síðasta
þingi, var samþykt.