Sameiningin - 01.04.1915, Side 2
34
morg'uninn, því nppfylling loforða er ætíð enn meira
virði en loforðið sjálft.
Stjarna birtist; vitringarnir falla fram fyrir henni.
Sléttan ljómar, englar birtast, dagur rennnr um miðja
nótt. Hirðarnir skelfast, en englarnir syngja: “Gloria
in Excelsis”, “Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu
og velþóknun yfir mönnunum.” -— Þetta er loforðið.
Dauðinn vakir yfir val. — Barnið, sem englarnir
sungu um, varð fulltíða maður, óviðjafnaiegur að‘4vizku
og náð, hjá Guði og mönnum.” En “mennirnir elskuðu
myrkrið meir en ljósið, því þeirra verk voru vond.”
Syndleysi Jesú var aðal-ákæran, sem þó aldrei var fram
horin í orðum. En menn fundu til þeirrar andstæðu,
sem átti sér stað milli lians og þeirra. — Og meðvitund-
in um jtessa andstæðu var orsök jiess, að liatursbálið óx
dag frá degi.
Snörur eru lagðar; þeir leitast við að veiða liann í
orðum. En sannleikurinn er sjálfum sér örugt vígi; lyg-
in óttast um sig í tvöfaldri hrynju. “Og þeir dirfðust
ekki að spyrja liann nokkurs.” Og aðal-vopn lyginnar
verður ofheldi í stað ástæðna. Ópið “krossfestu hann”,
var aðal-kæruskjalið. Ofheldið vinnur sigur, krosstréð
er reist. — Hinn saklausi deyr. Sorgin og óttinn breiða
líkblæju sína yfir sálir vina hans. Myrkur hreiðist vfir
liugi þeirra. Sá, er gleðst, horfir út; hinn hryggi inn á
við. 1 þoku sinnar eigin sorgar leitar liann að ljósi, —
og finnur ekki, því myrkrið getur ekki verið sjálfu sér
]jós fremur en öðru. — Þeir liorfast í augu. En livor
fyrir sig sér skugga sorgarslæðanna svörtu í augum Mns.
“Og þöguin kveður við sem þruma, er þetta ekki vegur-
inn?” Og þeir skilja. — En myrkrið eykst.
En trygðin og ástin deyja ekki, ])ó vonin falli í dá.
Yið leiði ástvinarins er fró að finna. Og þangað er
]eitað til að svala. sorginni. Það er morgun, “meðan enn
er dimt. ’ ’ Þannig er einnig ástatt í sál Maríu frá Mag-
dölum, og stallsvstra hennar. Þær standa elskandi við
líkbörur vonanna. — Gangan er hafin til grafar.
Prestarnir og' hermennirnir eru við gröfina,—merk-