Sameiningin - 01.04.1915, Side 11
43
Á víð og dreif.
Herra Slierwood Eddy, yfir-umsjónarmaður lv. F.
U. M.*) í Asíu, hefir nfi á þessum vetri verið að ferðast
um Ivína í trúboðserindum, að tilhlutun hinnar kínversku
deildar féiag’sins. För sri er all-fræg orðin, einkum hér
í landi. Hr. Eddy hélt trúboðs-fundi í þrettán borgum
alls, og aðsóknin var afar-mikil. Um hundrað og fim-
tíu þúsund manns munu hafa sókt fundina, og átján þús-
und báðu um tilsögn í kristnum fræðum. Þó liefir liitt
vakið enn meiri eftirtekt, að fólk þetta var flest af háum
stigum, svo sem kaupmenn, mentamenn, fylkisstjórar
og emhættismenn, að ógleymdum forsetanum sjálfum,
herra Yuan Sliih Kai. Hingað til hefir trúboðunum
orðið mest ágengt á meðal lægstu stéttanna í heiðnum
löndum—alveg eins og í fyrstu kristni. En þessi för hr.
Eddv ber þess ljósan vott, að æðri stéttirnar meðal Kín-
verja eru farnar að gefa trú vorri meiri gaum en áður,
og það er gleðilegt tákn tímanna. Þá er eftir að sjá,
hvort kristnir menn nota nú tækifæri þetta.
“Billy” Sunday, vakningar-maðurinn nafntogaði,
flntti nýlega mjög “tímabæra prédikun” um áhrif þau
hin afar-skaðlégu, sem stjórnmálastappið hérlenda, með
öllum ]tess myndbreytingum, hefir á kristindómslíf
margra manna. Um það efni farast honum orð á þessa
leið:
“Yér höfum framleitt sérstaka tegund trúmanna
hér í Ameríku. Þeir eru trúaðir, og það í orðsins beztu
merkingu, að því er snertir pn'vatlíf þeirra. En þeir
virðast ekki gera sér g’rein fvrir því, að trú þeirra eigi
nokkurt brýnt erindi út í starfsmálin, verzlunarmálin, fé-
lagsmálin eða atvinnumálin; í einu orði sagt, út í þenn-
an stærra umheim, þar sem aðrir menn eiga í hlut.
“Með öðrum orðurn, þessi skoðun á trúnni hefir
framleitt þann tvískinnung í lífi margra manna, að
*) J>. e.: “Kristilegt félag ungra raanna” (The Toung Men’s
Christian Association”).