Sameiningin - 01.04.1915, Qupperneq 21
Hann sá mig. Og
Evrópu. Hann sá Ameríku. Hann sá þig.
hann grét.
Það má segja, aS á seinni hluta nítjándu aldar hafi Kristi veriö
hafnaö, og einnig á þeim hluta tuttugustu aldar, sem liöinn er. Trú-
leysi og siöleysi hefir verið aö færast í vöxt, þangað til það hefir
orðið ráðandi í heiminum. Fleiri og fleiri hafa hafnað guðdómi
Jesú Krists, og þeir eru sorglega fáir af fjöldanum, sem af einlægni
kappkosta að lifa samkvæmt siðferðis-hugsjónum hans. Þeir eru
allir kallaðir þröngsýnir afturhaldsmenn, eða ofstækismenn, sem-
hafa djörfung til að boða sannan og hreinan kristindóm — þann-
kristindóm, sem Jesús sjálfur kendi og postularnir prédikuðu.
En Guð lætur ekki að sér hæða. Uppskerutíminn er nú kominn.
Hin voðalega styrjöld, sem nú stendur yfir i heiminum, er bein af-
leiðing af kristindómsleysi kristnu þjóðanna. Kristnin þekti ekki
sinn vitjunartíma, frekar en Gyðngar, og nú sýpur hún seyðið af'
sinni miklu synd.
En Jesús grætur! Hann hefir grátið rnörg undanfarin ár, þeg-
ar raenn hafa sungið sem hæst: “Dýrð sé Guði í upphæðum, friður-
á jörðu og velþóknun yfir mönnunum,” hefir sársaukinn hjá honum
verið mestur. Menn hafa talað mikið um framfarir og vísindi; era
Jesús hefir grátið. Menn hafa haldið margar fagrar ræður, um
mannúð og kærleika, en Jesú hefir grátið. Fjölmenn þing hafa ver-
ið haldin, til að ræða alheims frið, en Jesús hefir grátið. Menn hafa
talað með mikilli orðsnild um hinn óviðjafnanlega manndóm Krists
—um kærleika hans, auðmýkt og hreinleika, en Jesús sjálfur hefir-
grátið.
En hér megum vér ekki láta staðar numið. Vcr megnm aldrei'
enda- í myrkri og örvæntingu. Það væri ókristilegt og skaðlegt.
Sólskinið verður ætíð að yfirgnæfa í sannkristinni sál. Þrátt fyrir
öll sorgarskýin, þrátt fyrir stunur og angist særðra hermanna, þrátt
fyrir grát og söknuð og munaðarleysingja, þrátt fyrir húsviltar
þúsundir, þrátt fyrir örbirgð og hungursneyð, getur sönn gleði og
sæla ríkt í sálum vorum. Já, enn þá meiri gleði en áður. Það er
á nóttunum, að stjörnurnar ljórna upp himininn. Frelsarinn ætti að
verða enn þá dýrmætari nú en nokkru sinni áður. Einmitt neyðin
og ófriðurinn ætti að láta oss finna meira til þess, en að undanförnu,
hvað það er gott, að mega koma til hans og fá hjá honum frið og
fögnuð fyrir sálu sína—mega halla höfði sínu að kærle:ksbrjóstinu
hans. Hjá honum er fullkomin sæla. Hjá honum er eilífur friður.
Þegar maður hugsar um, hvernig hefir verið farið með Krist
í heiminum, þá hryggist maður ósjálfrátt; en þegar maður hugsar
um Krist sjálfan og hans heilaga málefni, þá fyllast augu rnanns
gleðitárum. Fyrir þá, sem meðtaka hann i einlægni, verður hann
enn þá dýrmætari, einmitt vegna þess, hve niargir hafa hafnað
honum.
Vér megum heldur ekki örvænta út af ástandinu þó það sé
ömurlegt. Nóttin er dimmust rétt fyrir dögun, en svo fer að birta.