Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1915, Side 27

Sameiningin - 01.04.1915, Side 27
59 félagiö variö til þess afarmikiu fé. Nýlega hefir þaö birt kafla úr ýmsum bréfum, frá einstaklingum, sem vitna um til hvaða blessunar þetta hafi orðið fyrir sig. Hefir nú félagið einnig sett sér þa5 markmiö, að koma biblíunni á öll hafskip. Fanny Crosby, blinda sálmaskáldiö fræga, dó í Bridgeport,. Conn., um miöjan Febr. síöastl. Var hún á fimta árinu yfir nírætt. Er ætlað, að hún muni hafa samið um 8,000 sálma. Áttu sálmar hennar miklum vinsældum að fagna. “Safe in the arms of Jesus” er ef til vill bezt þekti sálmur hennar, og er sagt að hún hafi sjálf talið það sinn bezta sálm. Komnar eru fréttir um að Tyrkir séu teknir til að myrða kristið fólk í Persalandi. Enn þá eru ekki komnar greinilegar frásögur uirt hve útbreidd þessi hryöjuv'erk eru, en því miður mun alt of mikið vera í þessu hæft. Tveir amerískir kirkjumenn, Prof. Shailer Matthews og séra Sidney S. Gulick, voru í vetur sendir til Japan af kirkjufélags- sambandi því, er nefnist The Federal Council of Churches. Erindi þeirra átti að vera að efla vináttuböndin milli japönsku þjóðar- innar og Bandaríkjaþjóðarinnar, og þannig beita áhrifum i gagn- stæða átt við þá, er sífelt eru að ala á ófriðarhættu á milli þessarra þjóða. Eáta blöðin í Japan að sögn vel yfir komu þeirra og telja hana í hæzta máta tímabæra til aö eyða misskilningi og efla frið og vináttu milli þjóöanna. Hlutfallslega eru fleiri karlmenn í lútersku kirkjunni x Ameríku en nokkurri annarri kirkjudeild. Telst svo til, að 49 af hundraði séu karlmenn. Hjá Congregazíónalistum telst, að 49 af hundraöi séu karlmenn; hjá Meþodistum og Presbýteríönum 37 af hundraði; hjá Baptistum 38 af hundraði. Fyrir liðugu ári síðan stofnaði hr. Charles G. Dawes í Chicago nýtt greiðasölu- og gistihús, sem ætlað er atvinnulausum mönnum. Ber það nafn sonar hans látins, er hét Rufus F. Dawes. Má þar fá næturgistingu fyrir 5 cents, kaffibolla fyrir 2 cents, og alt eftir því. 179,000 manns gistu þarna árið sem leið. Og það sem meira er, stofnunin þvinær bar sig sjálf. Á aö hækka svo gjaldið, að stofn- unin beri sig og borgi 4 prócent vexti af höfuðstól. Nemur sú hækkun 4 cent á hvern gest, ef jafnmargir verða og árið sem leið. Er nú ráðið að byggja samskonar gistihús i öðrum stórborgum landsins, og munu þau bera sama nafn. Er þetta mjög þarft fyrir- tæki, og verður til hjálpar ótal mörgum, sem vilja reyna að bjarga sér, án þess að skerða sjálfstæðistilfinningu þeirra með því að gera þá að þurfamönnum.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.