Sameiningin - 01.10.1916, Side 4
Og svo er sumar-vonin sæl, — von hins eilífa sumars,
hinum megin við vetur lífsins.
-----O----
Marteinn Lúter )
EPTIR TIIOMAS CARIíYIjE.
(pýöingin eftir Stephan Guttormsson, B.A., B.C.E.)
Fæðingarstaður Lúters var Eisleben á Saxlandi; og sá
hann fyrst ljós þessa heims hinn 10. Nóvember, árið 1483.
pað var tilviljun ein, sem veitti Eisleben heiður þennan.
Foreldrar Lúters voru fátækt námufólk í þorpi nokkru í
héraðinu Mohra, og höfðu þeir farið á vetrar-sýningu til
Eisleben; og mitt í þessum svifum tók frú Lúter jóðsótt,
fékk athvarf í hrörlegu húsi, og fæddi son, sem Marteinn
Lúter var heitinn. Atvik þetta, svo einfalt, vekur undrun
vora. pessi fátæka kona, frú Lúter, hafði farið með bónda
sínum til þess að annast um kaupskap, ef til vill til þess að
selja þráðarhespu, sem hún hafði spunnið, eða til þess að
kaupa nauðsynlegan smávarning til heimilisþarfa. í
víðri veröld voru ekki til hjón, sem minna bar á, en námu-
maður þessi og kona hans. En hvað eru þó allir keisarar,
páfar og hefðarmenn í samanburði? parna fæddist enn
þá einu sinni mikilmenni, er ljóma átti sem viti yfir heilum
öldum og tímabilum veraldarinnar. Veröldin öll og saga
hennar vænti komu þessa manns. Undarlegt er þetta og
ærið stórfelt. petta leiðir okkur í anda til annarar fæð-
ingar-stundar og enn þá tilkomumeiri staðar, fyrir átján
öldum síðan—sem bezt færi á, að vér segðum ekkert um,
en hugsuðum um í tómri þögn; því hvaða orð eiga hér við!
Er öld kraftaverkanna liðin hjá? Nei, hún er nú, og um
aldur og æfi!
Mér finst það vera algerlega í samræmi við starfsvið
Lúters í heimi þessum, og vafalaust viturlega tilhagað af
forsjóninni, er réð yfir honum sem oss og öllum hlutum,
að hann fæddist fátækur, var uppalinn við fátækt og var
einn hinn fátækasti meðal manna. Hann varð að beiðast
ölmusu, sem títt var um skólabörn á þeim tímum; og
syngjandi gekk hann og bað sér brauðs frá einum dyrum
til annara. Harðréttur og helblá nauðsyn voru förunautar
þessa fátæka sveins, enginn maður eða hlutur setti upp
spariandlit til að smjaðra fyrir Marteini Lúter. pannig óx
*) Grein þessi er kafli úr “Lectures on Heroes” frá árunum
1837—1840; og ber þess vel at> minnast, svo enginn hneykslist á hinu
mikla lofi, er höfundurinn hleÖur á hina þýzku þjóð.—Tímarnir breyt-
ast og mennirnir metS. S. G.