Sameiningin - 01.10.1916, Qupperneq 21
243
nesku gæði eins og þú hefir til ætlast, og kjark til að líða
það, sem þú leggur á oss, en jafnframt til að varpa þeim
steini af herðum vorum, er heimurinn á oss leggur. Láttu
þetta fólk, Drottinn Jesús, ekki a ð e i n s sækjast eftir því
að seðja líkami sína, ekki a ð e i n s finna til líkamlegra
þarfa sinna, ekki að eins hungra eftir jarðneskri saðn-
ing og þyrsta eftir jarðneskum drykk, heldur og—og það
fyrst og fremst—hungra og þyrsta eftir guðdómlegu rétt-
læti, fyrst og fremst leita andlegrar svölunar og saðningar
í þér. Blessaðu þessa útlendinga í eyðimörkinni, Drottinn,
og gleddu hjörtu þeirra allri andlegri, eilífri gleði, svo að
þeir gleymi umliðinni mæðu og stríði fyrir þessu líkams-
lífi, gleymi því marga mótdræga og grátlega, sem hefir
mætt þeim síðan þeir fluttu að heiman úr föðurlandi sínu,
og geti öruggir horft fram á hinn hulda, ókomna baráttu-
tíma, sakir vissunnar um, að þeir eru þínir vinir, þín börn,
þínir elskulegu útvöldu. Blessaði frelsari, þú sem forðum
aumkaöist yfir fólkið, sem dvaldi hjá þér í eyðimörkinni,
og ekkert hafði til n^atar; minstu líka þessa fólks, sem hér
er að berjast fyrir lífinu í framandi landi, og láttu engan,
ó Jesú, verða magnþrota á veginum. Gefðu hverjum og
einum, gefðu mér og öllum brennandi trú í hjartað, láttu
oss stöðugt í baráttunni sjá þig og aldrei finna oss einmana
og yfirgefna af þínum friðaranda. Láttu ekki, kærleikans
Guð, stríðið við heiminn gjöra hjörtu vor að steinum; lát
tilfinningar vorar fyrir því, sem er heilagt og himneskt,
ekki sljófgast af mótstreymi því, er vér eigum að berjast
fram úr, heldur gef að vér getum verið heitir í anda, fullir
af trú og von og kærleika, alt fram í dauðann. Vér biðjum
þig, blíði faðir, ekki að burttaka sorgina og tárin af vegum
vorum, heldur að eins að helga hvorttveggja með þínum
huggunar- og friðaranda. Taktu þér bústað hjá oss og
rek alt, sem þér er fjandsamlegt og leiðir til vansælu
og glötunar, burt úr hjörtum og híbýlum vorum. Láttu
ekkert vera oss svo dýrmætt sem þig og þitt sáluhjálplega
orð. pað sé umhugsunarefni vort á þessari stund, leiðar-
stjarna vor í gegnum lífið og ljós í myrkrum dauðans.
Amen.
Vetrarnótt-
Hauður myrkrið hylur,
heyrist feigðar-vein;
napur norðanbylur
nístir merg og bein.
Snjór í fannir fýkur,