Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1916, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.10.1916, Blaðsíða 20
242 ingar eru algjörlega tevtónskir að heita má. pað heyrist einatt sagt, að pjóðverjar sé nú með minst blöndnu tevtónsku blóði. En það er mjög óvíst að svo sé. Sá heiður ber, hyggjum vér, Norðurlandabúum. Afarmikill fjöldi pjóðverja er afkomendur þeirra 20,000 Húgenotta, sem flýðu Frakkland vegna trúarbragða sinna eftir að upp- hafin var þar í landi réttarbótin, sem kend er við Nantes, og settust að í og umhverfis Berlín í lok 17. aldar. Mjög hafa pjóðverjar einnig blandað blóði með Slövum og öðrum þjóðflokkum, sem fluzt hafa inn í land þeirra. pað sem nú hefir sagt verið, nægir til að sanna það, að stríðið mikla í Norðurálfunni er ekki þjóðernis-stríð. par er ekkert sérstakt þjóðerni að berjast til valda. J?að er að mestu leyti innbyrðis stríð Tevtóna. prátt fyrir það, að á orustuvöllunum eru einnig Tyrkir, Slavar og Serbar, þá er stríðið eigi að síður aðallega milli manna af tevtónsku kyni. Sumir spá að komið sé ragnarökkur tevtónskrar menningar og sé þetta fjörbrot hennar. Eigi hún nú að fara sömu för og semetísk og grísk-rómversk menning forð- um, og við mum taka menningunni slavneski þjóðflokkur- inn mannmargi, sem síðar muni lúta í lægra haldi fyrir Mongólum eða Asíu-þjóðum alment. Slíkt mun hrakspá ein, sem aldrei rætist. Miklu fremur mun stríð þetta vera hreinsunareldur, er hið tevtónska kyn hlýtur að prófast í, svo sorinn brenni burt en gullið geymist hreint og fagurt. Á eftir kemur hinn bjarti dagur og með honum ný og dýr- leg heimsmenning. O- Eftir clr. theol. Jón sál. Bjarnason. Líttu náðarauga þínu, heilagi himneski faðir, til vor syndaranna, sem hér höfum safnast saman í því skyni að vegsama þitt nafn og minnast þinna velgjörninga. Opna hjörtu vor, krleikans Guð, fyrir anda þínum, og lát orð þitt svala syndmæddum sálum vorum. Vér biðjum þig um blessun bæði fyrir sálar- og líkamslíf vort, styrk til að stríða á móti straumi mótlætinganna, hug til að vera hjá frelsara sálnanna í eyðimörkinni, vit til að nota hin jarð- *) Bæn þessi, rituS meis eigin hendi höf., fanst á lausu blaSi í handritasafni, sem liggur eftir dr. J. Bj. paS er augsýnilega bæn 4 undan prédikun, ef t’il vill út af guSspjallinu 4 7. sd. e. trín. Hins vegar 4 blaSinu voru merktar tvær barnaskírnir, er hann framkvæmdi viS íslendingafljót I N. íslandi áriS 1878, og mun bænin vera frá þéirri tíS. Kngar bænir eru í prédikanasafni hans, enda ritaSi hann aldrei bænir þær, er hann bar fram í kirkjunni.—Ritst.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.