Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1916, Side 16

Sameiningin - 01.10.1916, Side 16
238 þáttur eðlis hans vera hæverska og- feimnisfult blíðlyndi. Pað er göfugt hugrekki, sem bálar í slíku brjósti, þegar einu sinni er búið að stæla það upp í mótþróa og tendra í því guðlegan blossa. “Borðræður Lúters” heitir bók, sem gefin var út eftir dauða hans og hefir að geyma smásögur og setningar, er vinir hans höfðu safnað. þessi bók er einna hugnæbi- ust af öllum þeim bókum, sem nafn hans er beinlínis riðið við, og í henni er svo margt fallegt atriðið, er óafvitandi sýnir manninn svo mæta-vel og hvað hann hafði að geyma. Hversu hann kom fram við dánarbeð sinnar litlu dóttur, svo stiltur, svo hátíðlegur og ástúðlegur, er eitt af því hjartnæm,asta sem til er. Hann er búinn að sætta sig við, að litla Magðalena sín skuli deyja, langar samt ósegjanlega mikið til þess, að hún megi lifa;—mænir með óttablöndn- um hugsunum á eftir flugi hinnar litlu sálar út í hina ó- kunnu geima. óttablandnar hugsanir streyma frá instu hugans rót, — því hvað sem öllum trúar-atriðum og kenn- inga-samþyktum viðvíkur, þá finnur hann, hve lítið það er, sem, vér vitum eða getum vitað: Litla Magðalena hans mun verða hjá Guði, fyrst Guði þóknast svo; það er Lúter fyrir öllu; I s 1 a m er alt. Eitt sinni horfir hann út úr hinum einmanalega Pat- mos-kastala í Kóborg, um miðja nótt: Sjáið þessa óend- anlega víðu himinhvelfing, og hinar löngu fylkingar skýj- anna þreyta skeiðhlaup sitt undir henni; — þögul, útþanin sem tjald og fimbulvíð er hún; hver heldur henni uppi? “Enginn sá nokkurn tíma stólpana, sem hún hvílir á; samt hangir hún uppi.” Guð heldur henni uppi. Vér hljótum að finna, að Guð er mikill, að Guð er góður; og trúa, þar sem vér ekki sjáum. — Eitt sinn, er hann var á heimleið frá Leipzig, varð hann frá sér numinn af fegurð korn- akranna: En að hún skuli geta staðið, hin gullna korn- stöng, á sínum mjóa, fagra legg, með gullna höfuðið, hall- andi undir flatt, fullþroskuð og iðandi öll,—hin auðsveipa jörð hefir framleitt alt þetta að boði hins góða Guðs, mönnunum til viðurværis! — í garðinum í Vittenbergi, um sólsetur eitt kveld, sá Lúter hvar smáfugl tók á sig náðir: “Sjáið þennan litla fugl,” sagði Lúter, “uppi yfir höfði hans blikar allur stjamaherinn; samt hefir hann vafið að sér vængjum sínum og farið að sofa eins og heima hjá sér; skapari hans hefir einnig gefið honum heimili.” — Ekki vantar heldur fyndni og gaman. pað slær mikið og rúm- gott hjarta í brjóstinu á þessum manni. Hið daglega mál þessa manns er sérkennilega stórskorið, en göfuglegt, kemur frá hjartanu og hittir naglann æ á höfuðið; og hefir víða á sér skáldskapar-blæ. Vér finnum, að þessi mikli

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.