Sameiningin - 01.10.1916, Page 13
235
við ströndina; á fáum mínútum getum vér ekki dæmt um,
hvort það sé að flæða eða fjara; vér lítum aftur á sjóinn
að hálfum tíma liðnum,—þannig skulum vér bíða hálfa öld
og sjá svo hversu páfaveldinu miðar áfram! ó, að Evrópu
stæði enginn meiri voði fyrir dyrum en endurvakning þessa
gamla farlama páfa! Eins vel mætti reyna að vekja pór
til lífsins aftur.—oamt hafa þessi fjörbrot sína þýðingu.
Hið gamla karlæga páfadæmi mun ekki deyja úr öllum æð-
um, eins og pór er dáinn, svona fyrst um sinn; og það verð-
skuldar heldur ekki slík örlög. Og það getum vér fullyrt,
að aldrei deyi hið gamla fullum dauða ,fyr en búið er að
gróðursetja alt hið góða, sem í því var, í hinu praktiska
nýja. Á meðan hægt er að framkvæma góð verk sam-
kvæmt formúlum páfatrúarinnar; eða, svo vér tilfærum
dæmi, sem innibindur alt hitt í sér, meðan hægt er að lifa
guðrækilegu lífi undir því fyrirkomulagi, eins lengi, það
megum vér reiða oss á, munu sumir menn aðhyllast þá
stefnu og bera vitni um hana með líferni sínu. Eins og
þymir í augum vorum, sem afneitum henni, mun stefna
þessi standa, þangað til vér í lífemi voru höfum tileinkað
oss hvaðeina satt og gott, sem var í henni. pá, og ekki
fyr, mun stefna þessi missa gildi sitt í augum allra
manna. Hún dvelur hér með oss til einhvers. Lofum
henni að lifa, eins lengi og hún getur.
Vér skulum ekki gleyma því, þegar um Lúter er að
ræða, og öll þessi stríð og blóðböð, að ekki eitt einasta
þeirra byrjaði meðan hann var enn á lífi. Deilendurnir
höfðu ekki gripið til vopna, meðan Lúter var uppi. petta
eitt er mér næg sönnun um mikilmensku Lúters í öllum
efnum. pað er ekki oft, sem vér kynnumst manni, sem
komið hefir af stað miklum usla, sem ekki hefir farist í
flóði því, sem valt á stað. pannig fer fyrir flestum byltinga-
mönum. Lúter hélt áfram að vera, að mestu leyti, for-
kólfur þessarar mestu byltingar í heiminum; og allir mót-
mælendur, hvaða flokki og stéttum, sem þeir heyrðu til,
leituðu sér trausts þar sem hann var. Og hann, aðal-drif-
fjöðrin, hélt öllu í skefjum, í friði. Maður, sem annað eins
getur gert, hlýtur að hafa konungs-eðli í sér, hlýtur að
hafa gáfur til að sjá, í hvívetna, hvar fiskur liggur undir
steini, og hug og dug til að standa fast við sannfæring sína,
eins og sannarlega hraustum manni sæmir, til þess að aðrir
sannir menn geti fylkt sér í kring um hann. Að öðrum
kosti verða honum lausir stjómartaumamir. Hin skarpa,
djúpa dómgreind hans og margháttuðu hæfileikar—til að
þ e g j a, til að umbera, til að miðla málum—svo að eg nefni
fáeina—ber mjög mikið á, í þessum kringumstæðum.
petta umburðarlyndi, er eg drap á, hefir á sér hið rétta