Sameiningin - 01.10.1916, Side 18
240
Þjóðerni og stríðið.
pó að nú berjist þjóð við þjóð, þá verður ekki sagt með
sanni, að þjóðerni berjist gegn þjóðerni. Af dagblöðunum
er að sjá sem margar þjóðir hafi gert bandalag til að
verjast yfirgangi Tevtóna, því svo eru pjóðverjar nú kall-
aðir eins og til aðgreiningar frá hinum. En þetta er eng-
an veginn réttmæli. Hitt er sanni nær, að flestar aðal-
þjóðirnar, sem nú berjast, eru tevtónskar að ætt. pað er
raunar Tevtóni gegn Tevtóna, og því viðbúið, að vel sé
barist ekki síður en þegar “Grikki stóð gegn Grikkja”, eða
ólafur konungur sagði um menn Eiríks jarls: “peir eru
Norðmenn sem vér.”
pegar sem lengst er litið til baka, jafn langt og ljós
sögunnar fær lýst oss, þá verða fyrir oss þrjár menningar-
þjóðir miklar: Egyptar, Babýloníumenn og Hebrear.
Hinir síðast nefndu koma þó hinum tveim nokkru síðar á
sjónarsviðið. Allar þessar frum-þjóðir menningarinnar
eru af Kákasusmannakyni. Enda hefir menning heims á-
valt verið í höndum hins hvíta þjóðflokks. Satt er það, að
aðrir þjóðbálkar, t.d. Mongólar (gula kynið), hafa lagt
nokkuð til menningarinnar, en lítið hefir það verið. Eþí-
ópiski kynflokkurinn (Svertingjar) hefir ekkert lagt til.
Kákasuskyni er allajafna skift í deildir þrjár, og nefna
sumir deildir þær eftir sonum Nóa. Er þar mestur og
merkastur kynþáttur Arýana og deilist í ýmsar kvíslir.
Af hinum kynþáttunum eru Egyptar merkastir þeirra, er
við Kam kennast, og var menníng þeirra mikil í elztu forn-
öld. Frá þeim hvarf þó veldisspíran og við tóku Babýlon-
íumenn og Hebrear; eru þeir kendir við Sem. f þúsund ár
báru Semítar ægishjálm yfir menning heimsins; en fimm
til sex öldum fyrir Krists daga hurfu yfirráð menningar-
innar til Grikkja. Grikkir og Rómverjar kallast gullalda-
þjóðir og réðu þær lögum og lofum í heiminum í þúsund
ár. Menning Rómverja var að mestu leyti tekin að láni
hjá Grikkjum, en eftir að Rómaveldi hafði ýmist eyðilagt
eílegar slegið eign sinni á gríska menning, tók það að liðast
í sundur. Munaðarlíf varð Róm að falli. Rómverjar
gengu til þurðar, því vegna sællífis-fíknar vildu þeir ekki
á sig leggja að koma upp stórum fjölskyldum. Varð þá
ekki auðvelt að halda hernum við, svo fá varð liðsbót alía-
jafna frá “útlendingum” að norðan og fór svo um síðir, að
gömlu Rómverjar úrkynjuðust og hurfu úr sögunni.
pegar veldi gullalda-þjóðanna féll, gengu yfirráðin til
Tevtóna, og koma þeir nú til sögunnar. Tevtónar nefnd-
ust einu nafni þjóðir þær, er bygðu norður-hluta Evrópu