Sameiningin - 01.10.1916, Qupperneq 3
Mánaðarrit til stuðnings kirlcju og lcristindómi íslendin'io
gejið út af hinu ev. lút. lcirkjufélagi fsl. í Vestrhcinn
RITSTJÓRI: BJÖRN B. JÓNSSON.
XXXI. árg. WINNIPEG, OKTÓBER, 1916 Nr. 8.
Vetrarkoma.
Víst er hann dimmur og kaldur, veturinn, en góður
skóli er hann.
Hann kennir það hverjum lifandi manni, að alt er
deyjandi.
Hann kennir það börnum mannanna, að flýja biðjandi
í skjól hins almáttuga.
Hann knýr oss til þess, að leita í Jesú nafni á náðir
himneska föðursins og fela oss vernd hans og varðveizlu.
Og sá maður, sem í trú sinni hvílir öruggur í skjóli
hins almáttuga, hann kvíðir ekki vetrinum.
Veturinn hefir að sumu leyti meiri blíðu að bjóða, en
sjálft sumarið. Á sumrin eru menn sífelt úti og margir
koma varla heim. Á vetrum sitja menn inni í hlýindum
húsa sinna og eru h e i m a.
Og alt af er hlýjast og bezt heima. Veturinn færir
mörgum frið og blíðu heima-sælunnar.
Og helzt er á vetrum tóm íil að líta í bók og safna fá-
einum blómum göfgandi hugsana. Kristnu fólki er og
veturinn sjálfkjörin árstíð húslestra ög guðræknis-iðk-
ana. pá kenna foreldrar börnum sínum kristin fræði og
þá læra börnin bænirnar sínar hjá mömmu sinni.
pegar logar bjart á arninum inni, hvort sem er í höll
eða hreysi, og ástfylt hjörtu sitja þar hvort hjá öðru og
Guð er hjá þeim, þá eru ekki hríðarbyljirnir úti hættulegir.
Hitt er annað mál, ef hjörtun eru köld og Guði fjarri.